Dvöl - 01.07.1939, Side 36

Dvöl - 01.07.1939, Side 36
194 DVOL ósjálfrátt og stendur ekki í hennar valdi að bæta úr þvi. Hún er ekki heldur metin svo sem hún hefir verðleika til og nýtur engan veg- inn jafnréttis á borð við sveitapilt- inn, bróður sinn, sem oft setur sig á háan hest yfir hana. Hún nýtur ekki þess frelsis, sem hún er borin til, en ber þó að jafnaði höfuðið hátt og lætur ekki sinn hlut, fyrr en í fulla hnefana. Og víst á hún miklu gengi að fagna í sölum tig- inna manna. Eru næg dæmi því til sönnunar. Ágætust er hún þó heima, þegar hún fær notið sín. Sést það bezt, þegar hún hefir setzt í húsfreyjusætið og henni er full- kosta. Bera vitnisburðir erlendra ferðalanga, sem dómbærir mega teljast, því óræk vitni. Á ég þar ekki fyrst og fremst við umsagnir, er vitna um frábæra fegurð, því að sveitastúlkan er ekki ávalt nein skýjadís. Ég á ekki heldur við hrósyrði fyrir tíguleika og yndis- þokka, sem eigi að vera allsherjar einkenni íslenzkra kvenna, heldur innri kosti, ef svo má segja, mann- gæzku og samúð. Koma þeir ekki sízt í ljós, þegar á herðir, f veik- indum og öðrum raunum. Gest- risni, hjálpsemi og umönnun fyrir þeim, sem bágt eiga, eru aðals- merki íslenzkra kvenna. Má segja um ungu sveitastúlkurnar, að snemma beygist krókurinn að því, sem verða vill í því efni. í upphafi máls míns voru byggð- ar á ummælum St. G. St. nokkrar mikilvægar staðreyndir. Ég ætla að ljúka því með tilvitnun, sem ef til vill kann að virðast nokkuð öfgakennd: Viðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðzt. (M. J.) Þessum orðum hefir enginn orð- ið til að mótmæla, svo að ég viti. Ætla ég því, að þau séu enn í gildi. Og vegna æskumanna framtíðar- innar og velferðar þjóðarinnar, óska ég þess, að þau verði það á meðan landið er byggt. Kveðið í Skagafirði Ýmsir ágætir vinir Dvalar hafa sent henni margar góðar stökur til flutnings og varðveizlu og þakkar hún þeim fyrir það. Á meðal þess hafa nokkrar vísur verið eftir skagfirzka konu, sem er talin vera ein af beztu hagyrðingum norður þar. í næsta hefti munu birtast allmargar tækifærisvísur bæði eftir hana og fleiri. Hér kemur sýnishorn af kveðskap Ólín- ar Jónasdóttur: VIÐ UNNUMST EKKI MIKIÐ. Þú hjartans hrævareldur, þú hvarfst sem sveipur bylja. Við gátum aldrel eignast einn og sama vilja. Við unnumst ekki mikið, okkur var létt að skilja. SKÝJAROF. Húmið kýs sér leið um lönd, leiftra ísa silfruð bönd. Öldur rísa upp við strönd, yfir lýsir mánans rönd.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.