Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 37
D VÖL
195
Töfrabrauðið
Eftir O’Henry
Ungfrú Martha Meacham átti
litla brauðsölubúð á götuhorni. Það
var ein þessara brauðsölubúða, þar
sem gengið er upp tvær tröppur, og
þegar hurðin er opnuð, hringir
bjalla.
Ungfrú Martha var fertug að
aldri, átti tvö þúsund dollara í bók
og hafði tvær gervitennur og gott
hjarta. Það hafa sannarlega margir
gengið í hjónaband, sem siður
höfðu ástæður til þess en ungfrú
Martha.
Nú var hún farin að gefa einum
viðskiptavina sinna alveg sérstakan
gaum. Hann kom tvisvar til þrisvar
í viku, var miðaldra maður, með
gleraugu og brúnleitt, vel hirt
skegg. Hann talaði ensku með
greinilega þýzkum framburði. Hann
var í snjáðum, bættum fötum, sem
auk þess voru þvæld og hólkvíð. En
þrátt fyrir þetta var hann snotur
útlits og sérlega kurteis.
Þessi maður keypti æfinlega tvo
hleifa af gömlu brauði. Nýr brauð-
hleifur kostaði fimm shillinga, en
gamall helmingi minna. En hann
bað aldrei um annað en gömul
brauð.
Svo veitti Martha því eftirtekt,
að hann hafði rauða og brúna bletti
á fingrunum, og þá varð hún þess
fullviss, að hann væri listmálari
og mjög fátækur. Án efa bjó hann
í þakherbergi, þar sem hann málaði
myndir sínar, át skorpið brauð og
hugsaði til hins lostæta góðgætis
í brauðabúðinni hennar.
Þegar ungfrú Martha settist nið-
ur til þess að borða rifjasteikina
sína, ásamt hveitibrauði, ávaxta-
mauki og tei, þá andvarpaði hún
stundum og óskaði þess af heilum
hug, að þessi kurteisi listamaður
væri orðinn þátttakandi í hinni
ljúffengu máltíð sinni, í stað þess
að bryðja þurrar brauðskorpur í
drepköldu þakherbergi.
Ungfrú Martha var einstaklega
góðhjörtuð, eins og þegar hefir
verið tekið fram.
Til þess að ganga úr skugga um,
hvort tilgáta sín um stöðu manns-
ins væri rétt, tók ungfrú Martha
málverk, sem hún hafði eitt sinn
keypt á uppboði, og lét það á hillu
fyrir ofan búðarborðið. Það var frá
Veneziu, af glæsilegri marmara-
höll og í baksýn sáust „gondólar"
á siglingu og í þeim voru konur, er
létu hendurnar strjúkast eftir yfir-
borði vatnsins; auk þess ský, him-
inn og allskonar litskrúð. Hver
einasti listamaður hlaut að veita
því athygli.
Tveim dögum síðar kom maður-
inn.