Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 43

Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 43
D VÖL 201 Einu sinni vorum við úr stjórn Búnaðarfélags íslands á ferð austur með Ingólfsfjalli. Fengum við Magnús bóndi á Blikastöðum okkur þá lánaðan bát í Alviðru, snemma morguns og rerum austur yfir Sog og Hvítá og til baka aftur. Tók róð- urinn röskan klukkutíma. Á leið- inni reyndi ég að koma ferðalaginu fyrir í vísu, þar sem hvert vísuorð endaði á sama orði, sem hefði þó sína merkingu í hvert skipti. Vísan er svona: Röskan tíma, rammar ár reri ég þetta morguns ár, þó hefi ég tæpast tekið í ár tíu síðast liðin ár. Nokkru síðar komu sömu menn saman á fund í Búnaðarfélaginu og sögðu öllum starfsmönnum fé- lagsins upp störfum. Þá gat ég komið fundargerðinni fyrir í einni vísu: Fólk sitt hefir félagsstjómin frá sér rekið, fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið, burtu ekið. Fyrir nokkrum árum var ég á ferð um Mývatnssveit og fór fram hjá heimkynni Þuru skáldkonu í Garði. Ég áleit það ókurteisi að fara þar fram hjá, án þess að ávarpa skáldið og sendi ég henni þessar tvær vísur: Fjöllin mynda fagran hring full af gróður-arði, unaðshljómar allt um kring, ilmur úr hverju barði. Birkihrlslur, berjalyng, blóm í laut og skarði, Mývatnssveitar mesta þing mun samt Þura í Garði. Fyrir nokkru voru starfandi á skrifstofu Alþingis tvær konur, er báðar hétu Svanhildur. Skrifstofu- herbergi þetta var nefnt Álftaver. Einu sinni fór fram vísnasam- keppni, meðal þingmanna um Álftaver. Nokkrar vísur komu fram, en ég ætla að fara hér með tvær, aðra eftir mig og hina eftir Her- mann Jónasson forsætisráðherra. Til skýringar skal minna á það, að ég hafði fyrir skömmu reynt að ófriða svani, en reynt hafði líka verið að sanna æðarkolludráp á forsætisráðherra, en hvorutveggja mistókst. Mín vísa var svona: Oft ég fer um Álftaver er það gamall vani. Fjandalega fellur mér að friða alla svani. Vísa Hermanns Jónassonar er þannig: Æfi mín var eintóm leit eftir villisvani, en ég er eins og alþjóð veit aðeins kollubani. Hann fékk verðlaunin. Ég ætla að fara hér með aðra visu eftir Hermann Jónasson. Hún er ort um útigangshest og hljóðar þannig: Betra er að vera klakaklár og krafsa snjó til heiða, en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða. Ég var einu sinni á ferð með strandferðaskipi og hét ferðafélagi minn Sigurður. Þrengsli voru mikil á skipinu og var okkur komið fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.