Dvöl - 01.07.1939, Side 48

Dvöl - 01.07.1939, Side 48
206 D VÖL gufan.... Hún dó í Lamboisiére. Hún var góð kona. Síðan hefi ég dvalið með burstasalanum og girnisnirflinum. Ætlið þið að láta mig í fangelsi?“ Þetta sagði hann hreinskilnis- lega og kuldalega eins og maður. Hann var lítill, tötralegur og heimilislaus drenghnokki, á hæð við stígvél. Gulir hárlokkarnir héngu í snepplum niður á ennið. Enginn kannaðist við hann, og var hann því sendur í betrunar- skólann. Hann var latur og ófimur til starfa og ekki beinlínis skynsam- ur. Sú eina iðn, sem hann gat lært, var að gera við strástóla, og það var ekki gott verk. Samt sem áð- ur var hann hlýðinn og að eðlis- fari var hann rólyndur og þögull. Hann virtist því ekki vera djúpt sokkinn í skóla lastanna. Hann var á sautjánda ári, þegar honum var kastað aftur út á götur Par- ísarborgar. Til allrar óhamingju hitti hann þar fyrir félaga sína úr fangelsinu, sem allir iðkuðu við- bjóðsleg störf. Þeir kenndu hund- um að veiða rottur í forarræsun- um, burstuðu skó í forsölum söng- leikhúsanna, þegar dansleikir voru, eða fiskuðu af flekum seinni hluta dagsins. Þetta lærði Jean Frangois að nokkru leyti af félögum sínum, og nokkrum mánuðum eftir að hann kom úr betrunarskólanum, var hann tekinn fastur aftur fyrir smá-þjófnað. Hann hafði hnuppl- að gömlum skóm úr búðarglugga. Árangurinn af því var eins árs fangelsisvist í Sainte Pelagie, þar sem hann var látinn starfa sem þjónn pólitískra fanga. Honum virtist lífið allundar- legt innan um hóp þessara fanga. Þeir voru allir kornungir, hirðu- lausir í klæðaburði, töluðu hátt og báru höfuðin einkennilega og há- tíðlega. Þeir voru vanir að safnast saman í klefa elzta fangans. Hann var rúmlega þrítugur að aldri, hafði verið langan tíma í fangels- inu, og var orðinn rótgróinn í Sainte Pelagie. Klefinn var stór. Á veggjunum héngu skopmyndir og gegnum gluggann sást París, — húsþök, turnspírur og hvelfingar og í fjarlægð sást himinblár fjalla- hringurinn. Á veggjunum voru nokkrar hillur, fullar af bókum og gömlum skilminga-útbúnaði, t. d. brotnar grímur, ryðgaðar málm- plötur, brjóstverjur og hálfslitnir glófar. í þessu herbergi borðuðu „stjórnmálamennirnir" saman æ- varandi kjötsúpu. Þeir létu Jean Frangois sækja út ávexti, ost og vín í könnu til smekkbætis. Við mál- tíðarnar var oft háreysti, og stundum voru haldnar æsinga- ræður yfir borðum. Yfir eftir- matnum sungu þeir fullum hálsi „Carmagnole" og „Da Ira“. Þeir settu upp virðulegan svip, þeg- ar nýr maður bættist í hópinn. í fyrstunni töluðu þeir alvarlega við hann, eins og borgara, en daginn eftir umgengust þeir hann mjög kunnuglega, og nefndu hann gælu-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.