Dvöl - 01.07.1939, Síða 52

Dvöl - 01.07.1939, Síða 52
210 honum sjaldan gaum og þekkti hann ekki. Og að' lokum, — hvílik hamingja! hann eignaðist vin. Það var verka- maður, sem hét Savinien, lítill sveitamaður, með rauðar varir og hafði komið til Parísarborgar með staf um öxl og pokann sinn bund- inn við endann. Hann forðaðist vínsölukrárnar og fór í kirkju á hverjum sunnudegi. Jean Francois þótti vænt um hann fyrir það, hvað hann var guðrækinn, hrein- skilinn og ráðvandur, — þetta, sem hann var löngu búinn að missa sjálfur. Það var einhver djúp og taumlaus ástríða, sem breytti hon- um þannig og gerði hann föður- lega umhyggjusaman og hugsandi. Savinien var veiklyndur og eigin- gjarn að eðlisfari, lét allt reka á reiðanum og var ánægður að hitta félaga, sem einnig hafði andstyggð á vínkránum. Þeir félagar bjuggu saman í góðu herbergi, en tekjur þeirra voru svo takmarkaðar, að þeir neyddust til að bæta við þriðj a manni. Það var gamall maður frá Auverigne, þungbúinn á svip og hörkulegur, sem var að aura sam- an til þess að geta keypt landspildu í sínu eigin héraði. Jean Fran?ois og Savinien voru ávallt saman. Á helgidögum gengu þeir saman um umhverfi Parísarborgar og borðuðu miðdegisverð undir tré, sem var hjá einu af þessum veitingahúsum, þar sem mikið er af ætisveppum í sós- unni og felumyndir í þurkunum. Þar lærði Jean Frangois alla þá DVÖL speki af vini sínum, sem þeir menn hafa ekki hugmynd um, sem fædd- ir eru í borgum. Hann lærði nöfn trjánna og plantnanna og hinna mismunandi uppskerutíma. Hann hlustaði með athygli á frásögur vinar síns um erfiðleika sveitalífs- ins, — sáninguna á haustin, vetrar- söngflokkana, uppskeruhátíðina, vínuppskeruna, hvínandi vatns- myllurnar, þreskipústana, sem lemja jörðina, þreyttu hestana, sem teymdir eru til vatnsins, veiði- lífið í morgunmistrinu og umfram allt löngu kvöldin umhverfis eld- ana, sem kyntir eru með vínviðar- greinum, — kvöldin sem eru stytt með skemmtilegum sögum. Jean Frangois uppgötvaði í sjálfum sér hugmyndaauðgi, sem hann hafði ekki þekkt áður og hafði mikla unun af þessum skemmtilegu, ró- legu og tilgerðarlausu frásögum. Eitt var það þó, sem Jean Fran- gois hafði áhyggjur af, nefnilega að Savinien mundi fá að vita eitt- hvað um fyrra líf sitt. Stundum kom það fyrir, að hann sagði ein- hver orð í ógáti, sem minntu á fyrri athafnir hans og hann fann þá til, eins og gamalt sár væri að opnast. Einkum var hann áhyggjufullur, af því að honum fannst Savinien vera orðinn óvenjulega forvitinn. Þegar Savinien, sem þegar var farinn að mæta freistingum, spurði hann um leyndardóma borgarinnar, þá lézt hann ekkert vita og sneri umtals- efninu að öðru, en óróleiki vaknaði í huga hans útaf framtíð vinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.