Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 56
214
D VOL
Norski einbúinn
Martin Tranmæl
Eftir Baldur Bjarnason stud. mag'.
Grein sú, sem hér birtist, er eftir ungan
Snæfelling, sem les sagnfræði við há-
skólann í Osló. Eins og mönnum er kunn-
ugt, stjórnar nú verkamannaflokkurinn
Noregi með stuðningi bændaflokksins. —
Pyrir nokkrum árum voru verkamenn í
Noregi sundraðir í marga flokka. Tranmæl
ritstjóra tókst, öllum öðrum fremur, að
sameina þá og byggja upp stærsta og
sterkasta flokk Noregs og er Tranmæl
talinn ráða mestu í landinu á síðari árum.
En hann kýs ekki að vera í háum virð-
ingarstöðum. — Það er ekki ósennilegt, að
íslenzkum lesendum þyki gaman að heyra
um þennan mikla áhrifamann frænda
vorra fyrir austan hafið, og flytur því Dvöl
um hann grein hins unga menntamanns.
En í næsta hefti er gert ráð fyrir að birtist
grein um mesta ráðamanninn fyrir vestan
Atlantshafið.
Árið 1879 fæddist Olsen Tran-
mæl, bónda í Þrándheimi, sonur,
sem í skírninni hlaut nafnið Mar-
tin. Tranmæl-ættin hafði hingað
til verið algerlega óþekkt bænda-
ætt. En sveinninn Martin átti eftir
að gera garðinn frægan. Hann var
yngstur margra systkina, og varð
því, eins og oft ber við, fyrir yfir-
gangi og ójöfnuði eldri bræðra
heima fyrir. En hann varð snemma
harðfengur og ódæll og, er hann
stálpaðist, svo erfiður viðureignar
að fáir þorðu að komast í kast við
hann. Hann varð snemma erfiður
foreldrum sínum, skeytti lítið um
líkamlega vinnu, en gaf sig mjög
að bókalestri. Hann var lítt sam-
gróinn sveit sinni og ættfólki og
fór ungur út í heim til að vinna
fyrir sér. Hann gerðist iðnaðar-
maður og lagði stund á húsa- og
skiltamálningu. Hann varð brátt
snjall iðnaðarmaður og tók sveins-
próf kornungur. Hann stundaði
líka nám í iðnskóla og gagnfræða-
skóla og þótti góður námsmaður,
en óeirinn og brellinn, þegar svo
bar undir. Hann undi ekki í heima-
landi sínu og fór ungur til Amer-
íku. Þar vann hann fyrir sér sem
málari og lagði jafnframt mikla
alúð við að mennta sig og afla sér
sem mestrarþekkingar.Hannkynnti
sér skáldskap og stjórnmál, sögu
og félagsfræði. Hann var líka ágæt-
ur málamaður og lærði ensku,
frönsku og þýzku eins vel og móð-
urmál sitt. Tranmæl dvaldi mörg
ár í Ameríku og dvölin þar hafði
mýkjandi áhrif á hina hörðu skap-
gerð hans og framkomu. Hann varð
smátt og smátt ljúfur maður í um-
gengni, viðmótsþýður og mann-
blendinn. Hann var maður gædd-