Dvöl - 01.07.1939, Síða 59

Dvöl - 01.07.1939, Síða 59
D VÖL 217 ferðir og íþróttir. Og þegar hann á frí, unir hann hvergi betur en 1 litla hreysinu sínu á skógarhæðun- um fyrir utan Oslo. Þar dvelur hann löngum og les og hvílist. Tranmæl er hár maður, þrekinn, beinvaxinn og herðabreiður. Hann hefir verið ljóshærður, en er nú sköllóttur að mestu. Andlitið er stórskorið, karlmannlegt og hörku- legt eins og það væri höggið út úr kletti. Ennið er hátt og gáfulegt, brýrnar miklar og þungar, nefið er beint og hakan sterkleg. Svipurinn er harður og góðlegur í senn, aug- un björt og hrein og hörð eins og stál. Hann er harðvítugur maður og einbeittur í deilum, en manna ljúfastur í daglegu lífi. Hann er ókvæntur og hefir aldrei átt heim- ili. Hann lifir mjög óbrotnu lífi, neytir hvorki tóbaks, áfengis né kaffis, og lifir mest á jurtafæðu. Hann forðast viðhöfn og prjál og skemmtanir. Hann kaupir sér að- eins ein föt á ári og eyðir mjög Itilu af hinum háu ritstjóralaun- um sínum til eigin þarfa. Meiri hluta launa sinna ver hann og hef- ir varið til þess að ala upp munað- arlaus börn. Tranmæl er, þrátt fyr- ir lýðhylli sína, mjög einmana maður, án fjölskyldu, heimilis, konu og barna, ættingja og per- sónulegra vina. Þessi einstæði og stórbrotni persónuleiki hefir mót- að alþýðuhreyfingu Noregs og bú- ið i haginn fyrir ókomnar kynslóð- ir, án nokkurrar vonar eða óskar um umbun handa sjálfum sér. Velgengni flokksins og norskrar alþýðu er honum allt. Kaldir vind- ar, pólitískra stormviðra næða um hann á gamals aldri. Hann getur ekki leitað sér huggunar hjá eig- inkonu og börnum, en hann veit, eins og Ibsen, að sá er sterkastur, sem stendur einn. Inngangurinn að æfisögu Tranmæls ætti að vera erindi Stephans Klettafjallaskálds um fjallið Einbúa: „Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa, og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt, 3g klettablóm táfestu missa. Þótt kalt hljóti nepjan að næða um hans svo nakinn hann hopar þó hvergi, [tind, en stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin klöppuð úr bergi.“ V erðlaunasam keppn in Um sveitastúlkuritgerðina er sagt frá á öðrum stað í heftinu. Þátttakan i um- sögninni um hverjar væru beztu sögurnar, sem komið hafa í Dvöl, hefir orðið mjög lítil og alls ekki náð tilganginum. Sumir skrifa og segja að þeir gætu máske sagt um þetta atriði, ef nefna mætti 30—40 sögur, því a. m. k. svo margar sögur hafi Dvöl flutt, sem beri að fá einkunnina „ágætlega". En til þess að gera tilraun með þetta atriði enn, þá framlengist tim- inn, sem senda má úrlausn til 10. jan. n. k. Verði þá ekki komin svör frá a. m. k. 100 kaupendum, þá falla þessi verðlaun niður. Það hafa mjög margir sent skáldsögur. Þetta hefti kemur m. a. seinna út af þvi, að búizt var við, að í því yrði hægt að birta verðlaunasögu. En vegna þess, hve mikið verk er að lesa allar sögurnar, og bera saman og dómendurnir önnum hlaðn- ir, þá verður frekari umsögn um sögurnar að bíða næsta heftis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.