Dvöl - 01.07.1939, Síða 61

Dvöl - 01.07.1939, Síða 61
219 D VÖL hann legið þögull, eins og í hálf- gerðu dái. „Hughraustur, bróðir minn,“ hvíslaði ég í eyra hans. „Hug- hraustur." En hann hélt áfram að tala, mjög hægt og reyndi að segja hvert orð sem skýrast. „Ég er tilbúinn. Það er leitt að deyja ungur, en ég er ánægður. Ef til vill er þetta það bezta. Ég var einmana. Ég var fátækur. Ég hélt, að ég væri skáld, en var það ekki. Ef ég hefði þig ekki við hlið mína, myndi ég deyja og gleymast eins og týnd vin í eyðimörkinni.“ Hér þagnaði hann og ég endur- tók: „Hughraustur, bróðir minn. Guð er líka hjá þér.“ Eftir nokkrar mínútur tók ég eftir því að augu hans flutu í tárum. „Viltu veita mér síðustu bón mína, systir Filomena?“ spurði hann. „Allt það, sem ég get.“ Þá sagði hann: „Óskar þú þess, að ég deyi í friði? Óskar þú þess, að ég deyi blessandi nafn guðs, skapara míns?“ „Sérhver kristinn maður á að deyja þannig,“ svaraði ég.“ „Þú svaraðir vel, dóttir." „Þá sagði hinn deyjandi maður hljóðlega: „Hjálpaðu mér til þess að gera það.“ „Hvernig, bróðir minn?“ „Hjálpaðu mér til þess að stíga yfir þrepskjöld þessa lífs, sem ég er að kveðja, án beizkju. Lofaðu mér að flytja yfir um minninguna um vinsemd þlna, systir Filomena. Hafðu meðaumkun með deyjandi manni. Kysstu mig.“ „Koss!“ hrópaði skriftafaðirinn. „Ég endurtók aftur: „Hughraust- ur, bróðir. Búðu þig undir náðar- koss guðs.“ „Vel svarað, dóttir góð.“ „En hann hélt áfram að biðja með veikri rödd: „Veittu mér þessa bón. Skilurðu það, systir Filomena, að þú munt frelsa sál mína frá glötun. Myndir þú ætíð minnast þess með samvizkubiti? Viltu að sál mín glatist? Viltu verða orsök þess?“ „Og þú, dóttir mín. Og þú....“ „Faðir! Ég varð óttaslegin við þessi orð. Ég fór að hugsa um það, að ef hann dæi nú þarna með beizkju í huga, myndi hann ef til vill glatast eilíflega, og ég líka, af því að sökin var mín. Mér kom það i hug, að nú stæði hann andspænis dauðanum og líf hans tæki enda innan stundar. Ég heyrði veikan andardrátt hans þarna í þöglu her- berginu. Það voru fáir sjúklingar í stofunni og þeir sváfu vært. Ljós- ið logaði dauflega. f fölri skímunni litu hvít rúmin út eins og leiði. Ég varð eitthvað svo hrygg í huga. Ég beygði mig niður og kyssti hann. Ég greindi aðeins þessi orð: „Þökk, þökk.“ Svo byrjaði ég aftur að biðja.“ „Og hvar kysstirðu hann?“ — Skriftafaðirinn reyndi að tala ró- lega og láta ekki á neinu bera. „Faðir! Það var næstum dimrnt,"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.