Dvöl - 01.07.1939, Síða 66

Dvöl - 01.07.1939, Síða 66
224 D VÖL hann, „lokaðu augunum og réttu fram hendurnar.“ „En Sveinn Eiríkur, maturinn er tilbúinn og ég þarf að segja þér dálítið." „Það getur beðið, lokaðu nú þess- um stóru, hátíðlegu augum, ann- ars verð ég að gera það.“ Ósjálfrátt hlýddi ég og fann samstundis eitthvað mjúkt og hlýtt i höndum mér. Þegar ég opnaði augun, sá ég ljósgulan kettling, með skrítin, hnöttótt, blá augu og með blátt hálsband. „En Sveinn Eiríkur,“ sagði ég utan við mig. „Manstu ekki, að þetta er fyrsta brúðkaupsafmælið okkar, Berg- ljót. Ég vildi að ég gæti gefið þér stærri gjöf, en ég hélt að þessi litli angi gæti ef til vill orðið þér til skemmtunar, og í kvöld förum við í bíó; hugsaðu þér, ég hefi fengið launahækkun — 20 krónur á viku!“ Hann beið eftír þvi að ég segði eitthvað, en ég gat það ekki. Glaðlega brosið hans hvarf, og hann starði undrandi á mig. „Lízt þér ekki vel á köttinn, Bergljót? Það var það eina, sem ég gat keypt!“ „Segðu ekki neitt,“ bað ég grát- andi, „ég gleymdi brúðkaupsdeg- inum okkar.“ „Bergljót!" hrópaði hann ótta- sleginn, „hvað er að, elskan mín, hefi ég gert eitthvað rangt? Ertu veik?“ Þá sagði ég honum það — og enn- þá hélt ég á kettlingnum. Það var betra að segja það hreint og beint, betra að enda hjónaband okkar undir eins, heldur en pínast dag- lega. Ég sá að hann náfölnaði. Það komu beizkjudrættir umhverf- is munninn og augun urðu dökk af sársauka. „Svo þú ætlar að yfirgefa mig?“ spurði hann loks áherzlulaust. „Ekki ef þú verður skynsamur og tekur á móti hjálp frá pabba, svo að við getum lifað sæmilegu lífi.“ Það kom ónotalegur glampi í augu hans. „Þú ætlar að vera hjá mér, ef pabbi þinn vill sjá fyrir okkur,“ sagði hann kuldalega. „Þú segist elska mig, en af litlum efnum geturðu ekki lifað! Þess- konar ást er aðeins fyrir sníkju- dýr.“ „Ég er ekkert sníkjudýr,“ sagði ég og þaut upp. „Get ég gert að því, þó að ég hafi vanizt öðru lífi en því, sem þú getur boðið mér?“ „Hversvegna giftistu mér þá? Þú vissir að ég var fátækur.“ „Ég hélt, að ég gæti lært að vera fátæk,“ sagði ég lágt. Hann kom til mín og dró mig að sér, öll reiði var horfin. „Þú ert ekkert sníkjudýr — fyr- irgefðu mér. Það var ekki alvara, en þú mátt ekki yfirgefa mig! Ég get ekki lifað án þin.“ Ég hristi höfuðið. „Þú skilur mig ekki, Sveinn Ei- ríkur, ég get ekki meira. Ég fer heim til pabba.“ Hann fleygði mér næstum frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.