Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 68

Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 68
226 Hann horfði á mig. „Þig langar þó líklega ekki til þess að vera alltaf barn, Bergljót litla. Allir verða einhverntima fullorðnir.“ Ég reyndi að lesa í augum hans. „Já, þú hefir rétt fyrir þér, ég var ekki fullorðin, þegar ég gifti mig. En þá er það líka vont að verða fullorðin,“ sagði ég og brosti dauf- lega. „Ég veit það, kæra Bergljót; þú gerðir glappaskot, en þú villt þó ekki láta það eyðileggja allt þitt líf?“ Ég hristi höfuðið. Já, ég hafði víst gert glappaskot. „Ég hélt að ástin væri nógu mikil til að yfirstíga alla erfiðleika,“ tautaði ég. Svar Ottós kom mér á óvart. „Ástin er nógu stór, en ég held helzt, að það séum við, sem erum ekki nógu stór fyrir ástina,“ hann tók hönd mína. — „Einhverntíma, þegar þú ert frjáls, legg ég fyrir þig spurningu, mundu, að ég hefi alltaf elskað þig, Bergljót.“ — Ég leit á hann. Hversvegna gat ég ekki elskað hann? Hann var laglegur, tígulegur, duglegur og sömu stéttar og ég. En þessa óskilj- anlegu þrá, sem dregur mennina með ómótstæðilegu afli, hvern að öðrum, hana vantaði. Pabbi sá, að ég var ekki eins og ég átti að mér að vera. Einn dag tók hann undir hökuna á mér og sagði: „Litla stúlkan er svo al- vörugefin og þreytuleg. Þarf hún ekki að breyta til? Hvernig lízt þér DVÖL á að fara í ferðalag, t. d. til Lun- dúna, Parísar eða Vínarborgar?“ „Ég veit það ekki, pabbi,“ Ég forðaðist að líta á hann. „Ert þú ekki hamingjusöm? Hugsarðu enn um þennan ná- unga?“ „Pabbi, ég vil helzt reyna að gleyma.“ „En reynir þú það í alvöru.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði ég seinlega. Hann strauk vandræðalega yfir hárið á mér. „Ég skil ekki kvenfólkið. Aðeins að mamma þín hefði lifað.“ Nú gat ég ekki lengur tára bund- izt, og klakinn umhverfis hjarta mitt virtist bráðna. Svo var það ákveðið að við Ottó Gregers, ásamt fleiri kunningjum, færum til Sviss til þess að iðka þar vetraríþróttir. Pabbi átti þar kunn- ingja, og ég þekkti konu hans; þau bjuggu í bjálkahúsi. Umhugsunin um ferðalagið gerði lund mína létt- ari, en daginn áður en við lögðum af stað, kom bréf frá Sveini Eiríki: „Bergljót, elskan mín! Það getur ekki verið alvara þín að skilja við mig. Ég sleppi þér ekki. Ég elska þig nú og að eilífu!“ Ó, hversvegna skrifaði hann svona. Ég reif bréfið í tætlur og fleygði þeim á gólfið, en svo kraup ég niður, tíndi þær upp og raðaði þeim saman aftur. — Orðin „skiln- aður“, og „ég elska þig — nú og að eiflífu" brenndu sig inn í vit- und mína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.