Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 69

Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 69
D VÖL 227 Vinur pabba, verksmiðjueigandi, Kaj Lyng, og hin fagra kona hans, Úlla, tóku mjög vingjarnlega á móti okkur. Hún og ég urðum brátt góðar vinkonur. Hún var sönn heimskona, há og glæsileg, í íburð- armiklum fötum. Kvöld eitt sá ég, að hún var ákaflega eirðarlaus; hún sat á rúm- inu og reykti vindling; allt í einu stökk hún á fætur. „Ég á von á barni, Bergljót!" „En kæra Úlla, það er dásamlegt, en hvað maðurinn þinn hlýtur að vera hamingjusamur.“ Hún leit á mig, en það var líkast því að hún hefði grímu fyrir and- litinu. „Kaj veit það ekki.“ „En?“ — „Dásamlegt!“ rödd hennar var beizk, „að vera bundin hjá æpandi krakkaanga, eftir að hafa gengið um eins og fuglahræða! Hvað ætli það sé dásamlegt?“ Ég gat varla komið upp nokkru orði. „Úlla, þér getur ekki verið al- vara, barn er stórkostleg gjöf.“ „Svo það finnst þér, en ég er nú ekki hrifin af að leggja það á mig.“ „En þú elskar þó manninn þinn, og — “ „Já, en mig langar svo til að skemmta mér svolítið lengur. Horfðu ekki svona á mig, Bergljót. Við lifum á frelsistímum,“ hún reis á fætur og fór að skipta um föt fyrir laugardagsdansleikinn. Ég starði á eftir henni. Hvernig gat nokkur kona hugsað svona? Það voru svona konur, sem eyði- lögðu hjónabandið. En var ég þá sjálf nokkru betri! Hafði ég ekki viljað fá allt, án þess að gefa nokkuð í staðinn? Tárin komu fram í augun á mér, þegar ég hugsaði um, hve glaður Sveinn Eiríkur hafði verið, þegar hann gaf mér kettlinginn. Þá kom nokkuð fyrir, sem í einu vetfangi gerbreytti lífi mínu. Einn sólskinsdag, fór ég langa gönguferð og kafaði í snjónum. Ottó bauð að fylgja mér en mig langað mest til að vera alein. Hann varaði mig við að fara of langt, því að það er algengt, að snögglega skelli á hríð í fjöllunum. Og ég hafði tæplega kafað í hálftíma, þegar himininn huldist skýjum og kaldur næðingur blés yfir landið, svo að snjórinn þyrlaðist upp um- hverfis mig. Eftir stutta stund var ég orðin örmagna af þreytu, og hefði án efa farizt, ef ég hefði ekki komið auga á svolítinn kofa, rétt hjá mér. Við dyr hans kom kona á móti mér og nokkrum mínútum seinna, sat ég í mjúkum hæginda- stól meðan konan dró af mér renn- blauta skóna og sokkana. Ég furð- aði mig á því, að hún stakk hinum tilfinningarlausu höndum mínum ofan í fötu, með ísköldu vatni. Hún sagði, að það væri til þess að blóð- rásin yrði ekki of ör. Ég horfði á hana með athygli. Hún átti auðsýnilega von á barni. Hún kinkaði kolli við hinni þög- ulu spurningu minni. Tvö lítil börn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.