Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 71

Dvöl - 01.07.1939, Qupperneq 71
D VÖL mikið að sjá hana, sem áður var sárþjáð, brosa veiklulega, þegar hún bað um að fá að sjá barnið sitt. Slíkar kvalir verða konurnar að þola til þess að gefa heiminum nýtt líf. Hve hræðilegt það er og hve mikið hugrekki þarf til þess! Þegar barnið var orðið rólegt, féll ég á kné við rúm hinnar hugprúðu móður og sagði henni frá okkur Sveini Eiríki. „Ó, hvað ég fyrirlít sjálfa mig,“ sagði ég snökktandi. „Haldið þér, að það sé of seint, haldið þér að hann vilji taka mig til sín aftur?“ „Ef hann elskar yður — eins og hann gerir áreiðanlega — er ég viss um það, kæra barn,“ hvíslaði hún. „Þér hafið gert það glappa- skot að halda, að ástin sé hverful, en hún er sterkasta aflið í heim- inum. Munið þér orðin, að sá, sem vonar allt, þolir allt og umber allt?“ Nokkru seinn fengum við hjálp. Ottó Gregers og Kaj Lyng komu fyrstir af leitarmönnunum. Ottó faðmaði mig að sér og hvíslaði því að mér, að hann hefði haldið, að hann væri búinn að missa mig. Frú Lenoir vaknaði og spurði bros- andi, hvort þetta væri Sveinn Ei- ríkur. Ég roðnaði, þegar ég sagði, að það væri góður vinur minn. Nú var sóttur læknir, en ég neit- aði að yfirgefa húsið þar til hr. Lenoir kom, hamingjusamur, en iðrandi yfir því, að hafa yfirgefið konu sína. Þá var ég reiðubúin að fara og ég kyssti hana að skilnaði. „Guð blessi ykkur Svein Eirlk,“ 229 hvíslaði hún svo lágt, að enginn annar heyrði það. Um kvöldið var mér haldið svo- lítið kveðjusamsæti. Ég ætlaði samstundis heim. Það var dansað eftir útvarpshljómlist, og ósjálfrátt starði ég á Úllu Lyng. Hvílíkur munur á henni og konunni, sem ég var nýkomin frá! Ég heyrði tæp- lega hvað Ottó sagði. Ég leit á Kaj Lyng. Hver var það, sem hann stóð og starði á með samanherptum vörum? Það hékk spegill á veggnum beint á móti, og í honum sá ég að Úlla dansaði við háan, glæsilegan mann, sem kyssti hana í laumi, og hún hafði ekkert á móti því. Ég vorkenndi honum. Hann var ná- fölur. Hann var áreiðanlega ekki á sama máli og Úlla um það, hvernig maður ætti að njóta lífsins. Næsta morgun kvaddi ég þau öll. Ottó fylgdi mér á stöðina. „Ég hafði svolítinn vonarneista, Bergljót," voru síðustu orð hans, „en ég bið aðeins um hamingju fyrir þig. Sveinn Eiríkur er ham- ingjusamasti maður undir sólunni.“ Kæri, tryggi Ottó, hann fékk bróð- urkoss. Svo talaði ég við pabba. „Ertu viss um, litla stúlka, að þú viljir snúa aftur til —“ „Pabbi!“ Hann lagði höndina á öxl mér. „Þykir þér áreiðanlega svo vænt um hann?“ „Já, pabbi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.