Dvöl - 01.07.1939, Side 77

Dvöl - 01.07.1939, Side 77
D VÖL 235 Ritsnilld hans er frábær, honum er það leikur að ljúka upp mannlegri sál svo séð verði í hvern krók og kima. íslenzka þýðingin á bókinni er mjög sómasamleg, þótt sumstaðar mætti betur fara. En víðsvegar koma fyrir klausur á erlendu máli, aðallega frönsku, skýringar- lausar, sem litið erindi virðast eiga til al- mennings í þeim búningi. Það kann að þykja neyðarúrræði, að flytja skýringar neðanmáls, en er þó mikil úrbót, ef ekki verður farin önnur leið. Annar frágangur bókarinnar er góður. Að öllu samanlögðu eru bókmenntirnar mun auðugri en áður, að fengnu þessu meistaraverki Zweigs. K. S. Sigurd Hoel: Sól og syndir. Karl ísfeld íslenzkaði. Útgef.: Svan og Kristján. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Karl ísfeld blaðamaður hefir nú og á undanförnum árum lagt drjúgan skerf til þess að auðga íslenzkar bókmenntir verk- um erlendra höfunda. Með Sól og syndum færir hann íslendingum nýstárlega og skemmtilega bók eftir ungan rithöfund, sem vel er þess virði, að honum sé gaum- ur gefinn. Bók þessi fjallar um sumardvöl nokk- urra háskólanema, karla og kvenna, 1 norska skerjagarðinum. Þetta er fólk, sem á til brunns að bera alla kosti — og galla — ungs fólks, það gerir sér fulla grein fyrir því, að okkar tímar hafa öðlazt hispurslausari viðhorf til vandamála hverrar æsku, en nokkrir aðrir tímar. Þess vegna ætlar það að lifa í krafti sinnar þekkingar og hispursleysis, láta ekki róm_ antíkina hlaupa með sig í gönur. Atburðir sögunnar verða ekki raktir hér. Nægir að geta þess, að höf. virðist stefna að því að sýna hve náttúran er náminu ríkari — og tekst það mjög vel. Verkefnið leggur hann mjög nýstárlega upp í hendur sér, og hverfir mörgu um, sem flestir skáldsagnahöfundar hafa veigrað sér við að hafa á endaskipti. X sögunni eru það t. d. ungfrúrnar, sem greinilega gerast framkvæmdastjórar — þvert ofan í eld- gamlan hefðarrétt karlmannanna — og krefjast og banna, í stað þess að velja og hafna eins og siður hefir verið hingað til. Inn í atburði sögunnar fléttar höf. síðan lífsspeki sína, sem er fullkomlega þess virði, að ungt fólk gefi henni gaum. Þýðingin á bókinni er samvizkusamlega af hendi leyst, orðaval létt og hressilegt, eins og nauðsyn ber til um þessa bók. Frá- gangur að öðru leyti sæmilegur. K. S. Þórir Bergsson: Sögur. Útgef.: ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvk. Þessi höfundur, sem nefnir sig Þóri Bergsson, hefir við og við verið að skjóta upp kollinum í íslenzkum tímaritum á undanförnum árum. Þar hefir honum ver- ið veitt verðskulduð athygli — þótt hljóð- lega hafi farið — og þegar fyrsta bók hans kemur á markaðinn, á hann fleiri vinum að mæta en hann að líkindum grunar. Sögur Þóris Bergssonar eru hvergi nærri allar jafngóðar. Þó efast ég um, að hægt væri að benda á neina þeirra, sem betur hefði heima setið. Kostur hans er sá, að hann reisir sér ógjarnan hurðarás um öxl. Hann er sér þess meðvitandi, að rödd hans er ekki sterk hljómlist, heldur mjúk- ur, niðandi, stakur strengur, sem nýtur sín bezt ef varlega er leikið, og viðfangs- efnið við hæfi fiðlu en ekki homs — ef svo mætti að orði komast. Ein bezta sagan í bókinni heitir Bréf úr myrkri. Hún minnir greinilega á snilld- arverk Hamsuns, En VancLrer spiller med Sordin — Flakkari leikur með hljómdeyfi. Þórir Bergsson stælir ekki Hamsun, en hann hefir lært af honum — vitandi eða óvitandi — meðal annars þá list að gefa lesandanum tvær sögur, og segja þó aðeins aðra berum orðum, heimta skilning og næmi lesandans fyrir því ósagða, en synja honum ella þess bezta, sem í frásögninni býr. Annar höfuðkostur Þóris Bergssonar er

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.