Dvöl - 01.07.1939, Page 78

Dvöl - 01.07.1939, Page 78
236 DVOL verkfágun. Ég er sannfærður um.að honum þykir vænt um sögur sínar, eins og föður um barn. Þess vegna býr hann þær sem bezt úr garði, liggur yfir þeim og snyrtir þær. Honum leyfist því oft að bera fram stórt efni í þröngum, vandsniðnum stakki smásögunnar, þannig að reiðilaust er af lesandans hálfu, þótt fyllri skil væru á- kjósanlegri. Nefna mætti ýmsar fleiri sögur í bók- inni, sem fram úr skara, t. d. í Svartadal, Lygi, Sakrament, Þegar ljósin slokknuðu o. fl. Þá mætti og nefna aðrar, þar sem höfundinum tekst ekki eins vel, að segja það, sem segja skal, en þess gerist minni þörf af þeirri einföldu ástæðu, að höfund- urinn virðist réttilega kunna að meta eigin verk og sleppir engu lélegu frá sér. En það ber að benda lesendunum á það bezta, hitt skiptir minna máli, þótt fram- hjá fari. Bókin er sæmilega út gefin. Kápumynd táknræn fyrir efnið — en gæti verið betur úr garði gerð. K. S. Jón Oddgeir Jónsson: Hjálp í viðlögum. Gefið út á kostn- að höf. ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík. Þetta er lítið kver, rúmar 100 blaðsíður, samið í því augnamiði að veita tilsögn í hjálp í viðlögum áður en til læknis næst. Höfundurinn hefir á nokkrum undanförn- um árum veitt tilsögn í þessum efnum á vegum Slysavamafélags íslands. Ætla mætti að sú hjálp, sem lærð verður af þessu litla kveri, næði skammt, ef al- varleg slys ber að höndum. En því fer fjarri. í kverinu er komið undra víða við, þegar þess er gætt, hvað rúmið er tak- markað. Vitaskuld má lengi deila um hvað beri að taka með og hverju beri að fresta, þegar valið er í bók sem þessa, en reynsla höfundarins í þessum efnum virðist hafa orðið honum notadrjúg að sigla milli skers og báru í þessum efnum. Bókin hefst á stuttri greinargerð um blóðrásina, slðan koma leiðbeiningar um stöðvun á blóðrás og meðferð sára. Því næst er rætt um bruna, umbúðir og bind- ingar, beinbrot, liðhlaup, sjúkraflutning, mar, krampa, yfirlið, aðskotahluti kal, eitranir, rafmagnsslys og loks lífgun úr dauðadái. Síðast í bókinni er kafli um björgunarsund og björgun úr vök. Fjöldi mynda er í bókinni, efninu til skýringar. Hjálp I viðlögum er í rauninni þekking, sem hver einasti maður ætti að afla sér. Lítið slys hefir oft orðið að langvarandi heilsutjóni og jafnvel aðeins vegna fá- kunnáttu þess, sem fyrstur kom á vett- vang. Þar er ekki einungis um að ræða þá fákunnáttu, sem ekkert hefst að, held- ur oft og einatt fákunnáttu, sem brýzt út i skaðlegum örþrifaráðum. Kver eins og þetta á ekki sízt að verða til þess að menn kunni skil á því, hvað ekki má gera við þetta tækifæri eða hitt, eins og það á að auka kjark og þekkingu til þess, sem gera þarf þegar í stað. Það mætti e. t. v. að kverinu finna, að höfundurinn brýndi ekki nógu vandlega fyrir lesendum að forðast hin og þessi ör- þrifaráð, sem gripið er til í hræðslu og verða til ills eins. Munu flestir læknar þekkja slíkt. En í litlu kveri eins og þessu, er ekki hægt um vik, því til margs er gripið, þegar í nauðirnar rekur — af þeim, sem ekki kunna hjálp í viðlögum. Unglinga- og barnaskólum er fengur að þessari bók, svo og hverjum manni. En gæti ekki höfundurinn einnig skrifað fyrir okkur bók um það, hvernig forðast beri slysin? K. S. Sigurður Thorlacius: Sumar- dagar. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík 1939. Bók þessi er talsvert nýstárleg. Hún er saga um forustuá og lamb hennar, eitt sumar — frá því ærin ber að vorinu I snjó og kuldahryssingsviðri, og þar til að hún og lamb hennar komast í hús næsta vetur, þá bjargað úr lífsháska á síðustu stundu.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.