Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 34
192 DVÖL ins skilja, að eitthvað hefir alltaf farið á mis, þá verða þeir særðir og undrandi af því, að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Alveg eins og hægt væri að segja sumt fyrr, — ég rneina — fyrr en það er of seint. Þau Hugh og Lamoir voru þann- ig, að það var erfitt að skilja þau, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Þú skilur, að Hugh var alls ekki þessi alþýðlega manntegund. Það var ekkert létt við hann. Ég minn- ist þess, að ég sá hann einu sinni á mannfundi, og hann var eins og eyðieyja í hafi glaðværðarinnar. Lamoir sagði, að hann væri stolt- ur. Það var eins og hann léti sig engu skipta skoðanir annarra,hann virtist ekki hafa minnsta tíma til að ganga um með þessi undan- láts glensyrði á vörunum, sem svo mjög einkenna nútíma-hæ- versku. Þetta er orðalag Hugh, en ekki mitt. Lamoir fór frá honum fyrir hér um bil níu árum. Ég kom til hennar í Algier fyrir tveimur árum. Mig langaði ákaf- lega mikið til að sjá, hvernig hún yndi þessu nýja lífi. Ég sagði Hugh náttúrlega ekki, hver væri höfuð- ástæðan fyrir för minni til Algier, og ég býst við, að hann hafi hald- ið, að ég ætlaði að reyna að skrifa bók. Þar sem Hugh hafði það fyrir sið að tala aldrei um konu sína, var ómögulegt að gera sér í hug- arlund, hverjar tilfinningar hans voru í því efni, og svo minntist ég þá auðvitað ekki heldur á hana. En hvað sem því líður, þá var það nú svona með Lamoir. Hún hafði til að bera þenna sjald- gæfa virðuleik þagnar og skiln- ings. Sumum fannst hún ákaflega leiðinleg, en þú veizt þá líka, hvernig „sumir“ eru; það mætti kannske segja, að áfellisdómar þeirra væru tignarmerki, sem enginn sæmilega góður maður ætti að vera án. Við vorum á gangi eftir bleikum tígulsteinum þaksins einn morg- un og það var ládeyða á sjónum. Lamoir spurði mig um Hugh, hvernig honum liði, og ég sagði, að honum liði vel. „Dálítið ein- mana,“ bætti ég við. Við settumst á þakvegginn og horfðum yfir hæðirnar og hvítan, óþrifalegan bæinn. Á firðinum var amerískt skemmtiferðaskip — eins og klessa. Loksins sagði Lamoir: „Já, hann var alltaf einmana. Einmana og stoltur. Hugh er mjög stoltur. Finnst þér það ekki?“ Ég sagði: „Og þú, Lamoir, ert þú ekki stolt líka?“ Þú skilur, að ég vissi ekkert um eðli erfiðleika þeirra, Hugh og Lamoir. Ég vissi aðeins, að þessir tveir vinir mínir höfðu skilið fyrir níu árum. Lamoir horfði út á haf- ið; hún var brosandi. Svo hristi hún allt í einu höfuðið. Hún var grá fyrir hærum, hrokkið stutt hár — þú sérð, hvað Lamoir var aðlaðandi, eins og blóm á hausti. „Nei — nei,“ sagði hún. „É g er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.