Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 79

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 79
DVÖL 237 Allt ogf ekkert Smásjáin, sem stækkar 25,000 sinnum. Á tilraunastofum RCA í Camden í Bandaríkjunum, hefir verið gerð ákaflega merkileg smásjá, og tekur hún öðrum smásjám svo stórlega fram, að heita má að nafnið eitt sé þar sameiginlegt. Venju- legar smásjár geta stækkað allt að 1500 sinnum við venjulega ljósbirtu og allt að 2500 sinnum með útfjólubláu ljósi. Hin nýja smásjá er tíu sinnum sterkari. Höf- undur þessarar smásjár heitir Ladislaus Marton, en hann hefir þó notið aðstoðar margra annarra vísindamanna, þar á með- al Vladimirs Zworykin, sem frægur varð fyrir uppgötvanir á sviði myndaútvarps. Smásjá þessi er nefnd „elektron-smásjá“, þar sem hún notar „elektron“-geisla í stað ljósgeisla, en bylgjulengd „elektron“-geisla er mun styttri en bylgjulengd ljósgeisla og þess vegna hægt að „sjá“ með þeim smærri hluti. Svo glöggskyggn er þessi smásjá, að með því að taka ljósmyndir af því, sem í henni sést, og stækka þær síðan, má í vissum tilfellum fá stækkun sem nemur 100.000 sinnum hinni raunveru- legu stærð. Smásjá þessi opnar vísindun- um nýja heima, sem áður voru algjörlega lokaðir. Kr akatoa- gosiö. Kl. 1 e. h„ 6. ágúst árið 1883, sprakk eyjan Krakatoa í hollenzku Austur-Indí- um í loft upp. Eyja þessi var raunverulega ekki annað en toppur á eldfjalli, níu fer- mílur að flatarmáli, en sjálfsagt hefir það verið einhver furðulegasta sýn, sem nokk- urt mannsauga hefir litið, þegar sjómenn á enska skipinu Charles Bal, sem var í tíu enskra mílna fjarlægð, sáu eyjuna þeytast upp í loftið. Talið var, að gosstrókurinn í Grænalónsgosi í Vatnajökli árið 1934 hefði verið 15 km. á hæð, en gosstrókurinn i sprengigosi Krakatoa var talinn 23 km. á hæð og þó margfalt stærri að ummáli. Augnabliki eftir sprenginguna heyrðu sjó- mennirnir á Charles Bal það hæsta hljóð, sem talið er að heyrzt hafi á jörðunni frá því sögur hófust. í 2200 km. fjarlægð, við strendur Ástralíu, hljómaði það eins og háværar sprengingar og á Rodrigues-eyju, í 4800 km. fjarlægð, skrifaði lögreglustjóri einn í bækur sínar, að þungar fallbyssu- dunur heyröust af hafi. Hver var Shakespeare? Mr. Charles W. Barrell heldur því fram í tímaritinu The Scientific American, að skáldið William Shakespeare hafi raun- verulega heitið Edward de Vere og verið hinn sjöundi jarl af Oxford. Með því að bera saman málverk, sem til eru af Shake- speare og de Vere, er talið að sjá megi hin sömu svipeinkenni. Þá kvað það einnig hafa komið í ljós, er málverk af Shake- speare voru „röntgen“-mynduð, að á þeim höfðu einhvern tíma verið gerðar breyt- ingar til þess að fjarlægja hin sameigin- legu einkenni og loks hafði verið málað yfir tignarmerki jarlsins af Oxford. Þótt hér kunni að vera rétt með farið, gefur það á engan hátt gleggri upplýsingar um það, hver hafi ritað verk Shakespeare’s, en um það hefir verið mikið deilt, og voru þau um eitt skeið eignuð Francis Bacon. Fréttir frá Kína herma, að silfurkista sú, er hefir að geyma bein Ghengis Kan, hins fomfræga Mongólahöfðingja, hafi verið flutt úr hvílustað sínmn til Yulin Chensi, en þar mun silfur hennar þykja á öruggari stað. Þegar Chamberlain neitaði að kalla saman enska þingið í fyrra, vegna stríðs- hættu, sagði einn þingmaðurinn: Þetta var alveg rétt hjá Mr. Chamber- lain; fólk hefði getað haldið, að einhver óþægindi væru I vændum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.