Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 70

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 70
228 DVÖL urnar nefna nokkur slík dæmi. Bjarnar saga Hítdælakappa segir frá, þá er Björn kom úr utanför sinni, að faðir hans gaf honum hest, er Hvítingur hét; „var hann alhvítur að lit, og með fola tvo hvíta, það voru góðir gripir“. Síð- ar segir í sögunni, að þeir voru undan Hvíting, sem fyrr er nefnd- ur. Fylgdu öðrum rauðar hryssur, en hinum brúnar. Var þá ekki með ólíkindum að skjótt hross urðu til í landinu, ef svo var víða. — Lax- dæla segir frá ágætum stóðhross- um, er átti Bolli Þorleifsson. Var hesturinn mikill og vænn, og hafði aldrei brugðizt að vígi. Hann var hvítur að lit, en rauð eyrun og toppurinn. Honum fylgdu 4 hryss- ur með sama lit. Minnir liturinn á Kinnskæ, var og skammt á milli. — Vopnfirðingasaga segir, að Brodd-Helgi átti 5 stóðhross, og voru þau öll fífilbleik. Finnboga saga ramma segir, að Þorgeir Lj ósvetningagoði gaf Finnboga „stóðhross fimm saman, fífilbleik að lit“. — Þorskfirðingasaga segir, að Eyjólfur í Múla átti stóðhross. Var hesturinn litföröttur, en hryssurnar ljósar. — Njála getur um rauðan víghest, er átti Stark- aður undan Þríhyrningi, og brún- an víghest, er átti Gunnar á Hlíð- arenda. Þá segir og sagan, að Skarphéðinn Njálsson gaf Hösk- uldi Hvítanesgoða stóðhest brún- an, fjögurra vetra, og með hryss- ur tvær. Tekur sagan fram, að hesturinn væri bæði mikill og sjá- legur „og hafði ekki verið fram leiddur“. Bendir þetta til, að hestaöt hafi verið mjög tíð, fyrst það er tekið fram, að fjögurra vetra hestur var óreyndur í vígi. Fleiri dæmi mætti nefna þess, að fornmenn vönduðu mjög til stóðhrossa sinna. Bera og allar upplýsingar vott um, að þeir möttu fegurðina mikils. Þarf því ekki að efa, að jafnvægi í byggingu og þroski hafi glatt augu þeirra, og því hafi þeir keppt að því, jafn- framt fögrum lit. Hér hafa og ver- ið nefnd dæmi þess, að stóðhest- urinn hafði annan lit en hryss- urnar, sem fylgdu honum, og virð- ist það stafa af hneigð eigandans, til að hafa samstæðuna fágæta, en afleiðing þess er glundroði sá í hestalit íslendinga, sem enn helzt við. Árangurinn af hrossakynbótun- um virðist hafa verið góður, strax á söguöldinni. Skulu nefnd hér nokkur dæmi. — Þorsteins þáttur stangarhöggs segir svo frá búskap þeirra feðga í Sunnudal: „ÞóraT- inn var heldur félítill maður, en allmargt átti hann vopna. Þeir áttu og stóðhross feðgar, og var þeim það helzt til fjár, er þeir seldu undan hestana, því að engir brugðust að reið né dugi.“ Þá eru nefndir ágætir reiðhestar, svo sem Kinnskær Gull-Þórs og Bandvettir Gísla Súrssonar. Njála nefnir tvo hesta bleikálótta, er átti Otkell Skarfsson í Kirkjubæ. „ÞeiT voru beztir hestar að reið í héraðinu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.