Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 48
206
DVÖL
Og það gengur talsvert lengra í
hlutleysi heldur en hið lögfræðilega
viðhorf gerir. Góður dómari reynir
að líta hlutlaust á mál þeirra Jóns
Jónssonar og Chang Sing. Góður
vísindamaður dæmir hlutlaust á
milli Jóns Jónssonar, tólffótungs og
sólkerfisins. Hann hefur sig yfir
meðfædda andúð á tólffótungnum,
sem myndi koma honum til þess að
kasta honum frá sér, í stað þess að
þaulrannsaka hann eins og mynda-
styttu eða hljómkviðu. Og hann
lætur ekki skelfast af mikilleik sól-
kerfisins, sem kom forfeðrum hans
til að tilbiðja hnetti þess, eða að
minnsta kosti að skoða þá sem ó-
rannsakanlega þjóna almættisins,
öllum mannlegum skilningi ofar.
Þetta viðhorf gerir vísindamann-
inn í senn stoltan og auðmjúkan.
Sólkerfið reynist að vera hópur af
hnöttum, fremur smávöxnum í
samanburði við marga nágranna
sína, sem þreyta skeið sitt eftir
föstu og fremur auðskildu lögmáli.
En sjálfur er hann fremur vangef-
inn einstaklingur af sömu kynkvísl
og aparnir og hugsanafar hans er
komið undir ýmsum efnabreyting-
um í líkama hans, sem hann skilur
aðeins lítið af og hefir ekkert telj-
andi vald yfir.
Hið vísindalega sjónarmið er
þannig réttnefnt „guðs auglit“, að
því leyti sem það gerir öllum fyrir-
brigðum jafnhátt undir höfði. En
það er siðferðilega hlutlaust og að
því leyti algerlega frábrugðið því,
sem trúarbrögðin álíta um „guðs
auglit“. Vísindin geta ekki skorið
úr um það, hvað réttmœtt sé eða
ranglátt og þau ættu ekki að fást
við það. Þau geta sagt um afleið-
ingarnar af ýmsum gerðum, en þau
geta ekki kveðið upp dóm yfir þeim.
Gerlafræðingurinn segir aðeins, að
sóttmengun á neyzluvatni eða
mjólk muni að líkindum geta vald-
ið eins mörgum dauðsföllum og
sprengikúla, sem er varpaö niður á
fjölförnustu götu borgarinnav. En
hann er ekki fremur öðrum, sem
vita þetta, fær um að skera úr,
hvort þessir tveir verknaðir eigi að
vera jafn refsiverðir. Mótstöðu-
menn vísindanna ásaka þau á vixl
fyrir að daufheyrast við siðferði-
legum sjónarmiðum eða fyrir að
blanda sér í „siðferðileg vandamál",
sem þeim séu óviðkomandi. Þessar
ásakanir geta ekki báðar verið rétt-
ar. —
Almenningi hættir jafnan við að
láta meira stjórnast af tilfinning-
um og siðfræðilegu hliðinni á mál-
efnum, heldur en hinum fremur
þurru staðreyndum, er vísindin gefa
gaum. Tvö dæmi mætti nefna:
Vandamálið með svertingjana í
Ameríku og sjúkdómana. Mikill
þorri Ameríkumanna er þeirrar
skoðunar, að svertinginn sé lægri
vera heldur enn hvíti maðurinn,
og ætti því, svo sem unnt er, að
vera útilokaður úr samfélagi við
hinn hvíta. Aðrir halda því fram,
að þeir ættu að vera jafn réttháir.
Það er ekki meðfæri líffræðingsins
að gera þarna upp á milli. Hann