Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 61

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 61
D VÖL 219 ist dimmblár, stjörnubjartur him- inn. Það var vor. Það var frelsið og lífið, sem þarna opnaði faðm- inn. Akrarnir teygðu sig upp til blárra, fjarlægra fjalla. Ó, að kom- ast á brott! Alla nóttina mundi hann ferðast gegn um sítrónu- lundina. Hann fann sterkan ilm þeirra, þarna sem hann stóð, ef hann kæmist til fjallanna, var hann sloppinn. Hann dró þungt aö sér ilmþrungið loftið. Golan hressti hann og honum létti fyrir brjóstinu. Hjartað barðist af gleði. Hann rétti fram hendurnar og lyfti augliti sínu til himins af djúpri þakklætiskennd vegna þeirrar miskunnar, er honum hafði hlotn- azt. Sál hans var altekin af fögn- uði. En þá var eins og skuggi sjálfs hans, skugginn af uppréttum örm- um hans, kæmi á móti honum og einhver þrýsti honum mjúklega að brjósti sér. Frammi fyrir honum stóð hávaxinn maður. Það var raunverulega maður. Gyðingurinn leit á hann stirðnuðum skelfingar- augum og andardrátturinn kom í stuttum, snöggum gusum. Hversu óumræðilega hræðilegt! Sá, er vafði hann örmum, var eng- inn annar en sjálfur stór-rann- sóknardómarinn, hinn æruverðugi Pedro Arbuez d’Espila, og hann horfði á flóttamanninn með tárin í augunum eins og hinn góði hirð- ir, sem aftur hefir fundið sitt týnda lamb. Hin kirkjulega hár- kolla straukst við vanga Gyðings- ins og hendur rannsóknardómar- ans liðu dúnmjúkt og innilega yfir máttlausar herðar hans. Og þá varð Gyðingnum ljóst, að allt, sem gerzt hafði á þessu kvöldi, var fyrirfram ákveðið. Þær hræði- legu þjáningar, sem hann hafði orðið að þola í sinni vonlausu leit eftir lífi og frelsi höfðu verið skammtaðar og úthlutaiðar. Það var kvalning vonarinnar — síð- ustu vonarinnar. Og að eyrum hans barst andar- dráttur, sem var þurr og beizkur af föstum og bænalestri, en mjúkur og einhljóma orðakliður suðaði í andardrættinum: „Getur það verið, sonur minn, að þú hafir ætlað að yfirgefa okk- ur á þessu síðasta kvöldi, já, ef til vill kvöldi sjálfrar sáluhjálpar- Og hvað þáP Sá, sem safnar fé: Kapitalísti. Sá, sem eyðir fé: Eyðsluseggur. Sá, sem reynir að græða: Aurasál. Sá, sem reynir ekki að græða: Auðnu- leysingi. Sá, sem græðir fé án þess að vinna fyrir því: Arðræningi. Sá, sem græðir fé með þvi að strita allt sitt líf: Fífl. Daily Sketch. Hlífðar-gleraugu. Það er varasamt að nota til lengdar mjög dökk hlífðargleraugu. Augun sam- ræma sig þeirri birtu, sem þau búa við, en það getur dregið úr hæfni þeirra í þessum efnum, ef birtumagnið, sem að þeim berst, er takmarkað um of. Það ætti ekki að láta börn nota hlífðargleraugu nema eftir læknisráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.