Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 45
DVÖL 203 — aðeins ástina til þín? Hún er allt, sem ég á, og ég hefi fórnað henni fyrir þig í tíu ár. En nú er ég orðin hraidd um hana. Hún er orðin svo fátæk og tötraleg, og þess vegna verð ég að fara frá þér. Mér finnst, að ég eigi það skilið, vinur minn, — og þú einnig, — hinn eiginlegi þú.“ Og hann gat ekki að því gert, sagði hann, að hann elskaði hana. En það, sem hann gat ekki skilið, var að l'rá þeirri stundu hætti hann að hafa tilfinningu fyrir því, að hann væri eiginmaður hennar, að hún hefði nokkurntíma tilheyrt honum. Það var alveg óskilj anlegt, að þau hefðu nokkru sinni verið eitt, þau, sem nú voru svo fjarlæg hvort öðru. Nálægð hennar, sem þá hafði virzt svo náttúrleg, en nú myndi heil mannsæfi ekki end- ast til að brjóta niður þá múra, sem hún hafði reist á milli þeirra. En hversu ósegjanlega hafði hann ekki verið hamingjusamur á þess- ari liðnu t.íð, — án þess að vita um það! Hann retlaði að snerta hana, og það var eins og rafhögg, þegar hann skynjaði, að hann mátti það ekki. Hún var ekki konan hans. Og Lamoii' sagði: „Það verður tækifæri síðar — “ Hann greip það eins og drukkn- andi maður hálmstrá. „Síðar? Lamoir, þú átt við, að þú ætlir að koma aftur?“ „Nei,“ sagði hún, „ég átti ekki við það. Ég kem aldrei aftur.“ „Jú, þú kemur aftur,“ sagði hann út á milli tannanna, og með því að beita öllum viljakrafti sín- um, tók hann hana í faðm sér. En hún fór samt burtu, og hún kom aldrei aftur. — Við þögðuni um stund, eftir að Hugh hafði sagt okkur, hvernig Lamoir yfirgaf hann. Og svo hélt hann áfram: „Hún hafði auðvitað á réttu að standa. Ég skildi það síðar. Og þess vegna hefi ég ekki reynt að sjá hana í þessi síðustu níu ár. Þið skiljið það, að ástin getur verið búin á ýmsa vegu. Við klæðum hana í ákveðin föt og við segjum: „Þetta er ástin mín.“ Við sjáum kannske ekki, að við höf- um fært hana í klæði beininga- mannsins. Ástin getur verið svo óskaplega erfið, og eiginlega þurf- um við að læra að elska, á sama hátt og við lærum að leika á hljóð- færi. Ég kunni það ekki. En bráð- um sé ég Lamoir aftur. Ég fer til Algier í næstu viku. Ég hefi lengi ætlað mér að fara, en ég verð að bíöa í nokkra daga enn — “ „En, Hugh,“ sagði ég, „ — hvers vegna viltu bíða? Lamoir þráir að sjá þig; ég veit, að hún gerir það.“ „Já. En ég verð nú samt að bíða í fimm daga eða svo. Það er dálítið, sem ég þarf að gera. Þið hlæið kannske að því, en það verð- ur að hafa það. Ég ætla að sjá Playmate Place aftur. Hann verð- ur áreiðanlega eins og í gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.