Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 40
198 D VÖL hann kom heim, og faðir hans sagði, að hann hefði óhlýðnast með því að fara út fyrir hliðið og, að auðvitað hefði hann aðeins verið að dreyma. Og Hugh sagði, að sig iðraði þess, að hafa óhlýðn- ast, en að sig hefði ekki verið að dreyma, og faðir hans sagði, að Hugh væri flón og svo dó faðir Hugh eftir tvö ár. Hugh sá ekki skrúðgarö hvíta hússins aftur, og þegar hann varð eldri, þá roðnaði hann, ef hann hugsað um Playmate Place. Hann hafði roðnað þá, og hann roðnaði aftur í hvert skipti, ef hann hugs- aði um það. Hann sagði skóla- bræðrum sínum heldur aldrei frá því. Fannst það óþolandi, að þeir vissu, að hann hefði látið hugar- óra sína hlaupa með sig í gönur vegna jafn veimiltítulegrar blekk- ingar og Playmate Place. Hann gat þó ekki að því gert, að and- lit litlu stúlkunnar, sem seinna varð Lamoir, það hvarf ekki úr hugskoti hans, og ekki heldur litla, silfurskæra röddin og stóru augun. Það var víst nákvæmlega tutt- ugu árum eftir æfintýrið hjá Playmate Place, að Hugh og La- moir sáust í boði hjá Guy de Tra- vest. Hún hét Cavell, ungfrú Ca- vell. Hann þekkti hana strax við fyrstu sýn, eftir því sem hann sagði. Hún hafði þá verið sjö ára og nú var hún tuttugu og sjö ára gömul. Og hann fór óðar að brjóta heilann um það, hvort hún mundi þekkja sig aftur — og hann hló að barnaskap sínum, því að auðvitað hafði þetta aðeins verið draumur. En það var ákaflega einkenuilegt, þetta, að dreyma persónu, sem átti svo eftir að verða á vegi hans tuttugu árum síðar. Og eiuu sinni, þegar hann snéri sér snögglega til hennar, fannst honum, að hún horfa svo einkennilega á sig. Var það undrun, sem var í svipnum? Og svo brosti hún þessu milda og rólega brosi, og það var eins og hún væri að brosa að einhverju, sem þó hafði ekki verið sagt. En, hve Lamoir hlýtur að hafa verið falleg þá! Hún var fædd á Indlandi, þar sem faðir hennar hafði vorið op- inber embættismaður, og þar sem hann hafði dáið skömmu áður en þetta gerðist. Hún hafði alltaf átt þar heima. Hugh spurði hana þarna við fyrsta fund, hvort hún hefði verið á Englandi í æsku, og hún svaraði og sagði — og horfði á hann svo einkennilega um leið, að hann fék ákafan hjartslátt: — „Aðeins í draumi.“ En hann sagði henni þá ekkert um Playmate Place, og þó var það hin rétta stund. Þá eða aldrei. Hann sagði henni það aldrei. Þau gengu um, þau tvö, eins og töfrum lostin, í næstu daga. Guy de Travest sagði mér, að allir gest- irnir hefðu gengið á tánum til þess að trufla ekki Hugh og La- moir í sínum dásamlegu heilabrot- um um sigur sinn yfir lögmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.