Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 68
226 DVÖL þaðan. Þó getur það ekki talizt veruleg blöndun, því álitið er, að norskir hestar hafi verið fluttir frá Noregi „vestur um haf“, eftir að Norðmenn fóru að taka sér þar bólfestu. Ólíklegt er, að þessi blöndun hafi valdið nokkrum verulegum breytingum á stofnin- um hér. Það verður varla rengt, að ís- lenzki hesturinn er ættaður aust- an úr Asíu, afkomandi Mongóla- hestsins, þó langt sé fram komið, og því frændi Arabans. Ólíku er þó saman að jafna, ræktuninni á Arabanum og íslendingnum. Því er ekki að furða, þótt fjarlægðin milli frændanna sé mikil; en hversu mikil sem hún er orðin, er þó engin ástæða til að efast um, að enn megi rækta íslendinginn svo, að hann verði enginn ættleri. Erfið voru búferlin fyrir Norð- mennina, sem fluttust hingað sem landnemar. Yfir sjálfan útsæinn urðu þeir að flytjast á opnum skip- um, með fjölskyldur, búshluti og kvikfé. Óhægðin á flutningunum er því full trygging þess, að ekki hafi verið flutt nema gott búfé hingað, og því hafi hrossastofn- inn, sem landnemarnir byrjuðu með, verið ágætur, eftir því sem þá gerðist í Noregi. Landnáma er fáorð um þetta. Þó er þar ein frá- sögn mjög merkileg: „Þórir dúfunef var leysingi Öxna-Þóris; hann kom skipi sínu í Gönguskarðsárós. Þá var byggt hérað allt fyrir vestan. Hann fór norður yfir Jökulsá að Landbroti, og nam land milli Glóðafeykis og Djúpár, og bjó á Flugumýri. í þann tíma kom út skip í Kolbeinsár- ósi, hlaðið kvikfé, en þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt; en Þórir dúfunef keypti vonina, og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast, og kölluð Fluga. Örn hét maður; hann fór landshorna í millum og var fjölkunnugur. Hann sat fyrir Þóri í Hvinverjadal, er hann skyldi fara suður um Kjöl, og veðjaði við Þóri hvors þeirra hross mundi skjótara, því að hann hafði allgóðan hest, og lagði hvor þeirra við hundrað silfurs. Þeir riðu báðir suður um Kjöl, þar til er þeir komu á skeið það, er síðan var kallað Dúfunefsskeið; en eigi varð minni skj ótleiksmunur hrossa en Þórir kom á móti Erni á miðju skeiði. Örn undi svo illa við félát sitt, að hann vildi eigi lifa og fór upp undir fjallið, er nú heitir Arnarfell, og týndi sér þar sjálfur, en Fluga stóð þar eftir, því að hún var mjög móð. En er Þórir fór af þingi, fann hann hest föxóttan og grán hjá Flugu, við þeim hafði hún fengiö. Undan þeim var alinn Eiðfaxi, er utan var færður, og varð sjö manna bani, við Mjörs, á einum degi, og lézt hann þar sjálfur. Fluga týnd- ist í feni á Flugumýri". Sýnir frásögn þessi, að á land- námsöld voru hér til veðreiðar, þar sem ekki var litlu vogað, en þegar það er vitað, er einnig víst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.