Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 16
174 DVÖL Heimsólmir Eftir Grímni 0 Islenzk smásaga £ Kyrrlátt húm maínæturinnar færðist yfir Breiðdalinn. Kvöldroðinn í norðvestr- inu bliknaði og eyddist. Skai-par línur tindóttra fjallanna mýktust og máðust með hverju augnabliki, sem leið. Hvellt spóavell barst öðru hvoru frá rauðamýr- inni við fjallsræturnar og rauf kvöldþögn- ina. Norður með hlíðinni, heim að Hjalla, reið maður gráum hesti. Hann naut kvöld- blíðunnar og lét hestinn að mestu sjálf- ráðan um að þræða óglögga götutroðninga heim að bænum. Gróðurlaust var enn að mestu, nema í mýrarkeldunum til hægri handar ferðamanninum.Þar stóðu nokkrar bústnar og lagðsíðar ær í hnédjúpum leirnum og drógu Ijósgræna gróðurnálina upp úr keldunni. Súrbeiskan leirþef lagði að vitum ferðamannsins. Snögglega varð hann gripinn ákafri löngun til að vaða þama berfættur í keldunni, láta leirinn spýtast upp á milli tánna, slíta stararkólf- inn upp úr eðjunni, tyggja hann og spýta síðan stórum gúlsopa af golgrænum saf- anum út um annað munnvikið, alveg eins og hann hafði gert, þegar hann var smá- drengur. Maðurinn hló við lágt að þessari skyndilöngun, svo fjarstæð fannst honum hugsunin vera. Það átti helzt við, að hann færi að stríplast þarna úti í leirmýrinni, hann, klerkurinn, séra Jón Ólafsson, prestur í Firði. Og nú kom hann auk þess frá því að vinna prestsverk fyrir embættis- bróður sinn í Breiðdalsþingum, sem var fjarverandi um stundarsakir. Séra Jón Ól- afsson kom beina leið frá sjúkrabeði ekkju- frúarinnar í Hvammi, frá því að veita henni náðarmeðulin. Ferð hans var heitið að Hjalla til gistingar hjá fornvini hans og skólabróður, en tengdasyni gömlu frúar- innar í Hvammi, Hjalta Helgasyni. Séra Jón var ungur í þjónustu. Hann bar takmarkalitla virðingu fyrir sínu kirkju- lega embætti og hinum ytri kennimerkjum þess. Hann ól í brjósti djarfar vonir um að komast til metorða í stéttinni með aldri og árum. Komið gat þó fyrir, að jafn óprest- legar hugsanir gægðust fram í huga hans og hin skyndilega löngun til að vaða í leir- keldunni áðan. Þær stundir komu jafnvel, að honum fyndist hempan vefja sig mjúk- um fjötrum. Allt slíkt hristi séra Jón af sér eins og hvimleið óþrif. Þetta var í fyrsta sinni, er hans var vitj- að til að inna af hendi það prestsverk, er hann kom nú frá að vinna. Og þetta var einnig í fyrsta skipti, sem hann hafði verið staddur við dánarbeð, og gafst færi að at- huga manneskju, er dauðinn hafði þegar merkt, svo að ekki varð um villzt. Kynni hans af dauðanum höfðu áður aðeins verið þau, að flytja snotrar líkræður og viðeig- andi íburðarmiklar, eftir því hver í hlut átti, yfir blómskreyttum kistum og að kasta á þær moldarrekunum þremur. Áhrif þau, sem hann varð fyrir, þar sem hann sat við höfðalag gömlu konunnar og veitti henni náðarmeðulin, meðan maðurinn með ljá- inn dokaði við fótagaflinn — eða svo hugs- aði séra Jón sér afstöðuna—fylgdu honum út í vorkvöldið og rændu hann nokkru af nautn veðurblíðunnar. Honum fannst ó- viðeigandi að gefa sig vorkvöldinu á vald, þó að dýpst í sálu hans hljómuðu strengir í samræmi við vorið, sem lá í loftinu. Leiðin heim að Hjalla styttist óðum. Því lengur sem séra Jón ferðaðist úti í vorblíðunni, því sterkara bergmál vakti hið brennandi vor i brjósti hans, og að sama skapi máðust áhrifin frá sjúkrabeðn- um, þó að hann leitaðist við að halda hug- anum við hverfleika þessa lífs og hin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.