Dvöl - 01.07.1940, Page 16

Dvöl - 01.07.1940, Page 16
174 DVÖL Heimsólmir Eftir Grímni 0 Islenzk smásaga £ Kyrrlátt húm maínæturinnar færðist yfir Breiðdalinn. Kvöldroðinn í norðvestr- inu bliknaði og eyddist. Skai-par línur tindóttra fjallanna mýktust og máðust með hverju augnabliki, sem leið. Hvellt spóavell barst öðru hvoru frá rauðamýr- inni við fjallsræturnar og rauf kvöldþögn- ina. Norður með hlíðinni, heim að Hjalla, reið maður gráum hesti. Hann naut kvöld- blíðunnar og lét hestinn að mestu sjálf- ráðan um að þræða óglögga götutroðninga heim að bænum. Gróðurlaust var enn að mestu, nema í mýrarkeldunum til hægri handar ferðamanninum.Þar stóðu nokkrar bústnar og lagðsíðar ær í hnédjúpum leirnum og drógu Ijósgræna gróðurnálina upp úr keldunni. Súrbeiskan leirþef lagði að vitum ferðamannsins. Snögglega varð hann gripinn ákafri löngun til að vaða þama berfættur í keldunni, láta leirinn spýtast upp á milli tánna, slíta stararkólf- inn upp úr eðjunni, tyggja hann og spýta síðan stórum gúlsopa af golgrænum saf- anum út um annað munnvikið, alveg eins og hann hafði gert, þegar hann var smá- drengur. Maðurinn hló við lágt að þessari skyndilöngun, svo fjarstæð fannst honum hugsunin vera. Það átti helzt við, að hann færi að stríplast þarna úti í leirmýrinni, hann, klerkurinn, séra Jón Ólafsson, prestur í Firði. Og nú kom hann auk þess frá því að vinna prestsverk fyrir embættis- bróður sinn í Breiðdalsþingum, sem var fjarverandi um stundarsakir. Séra Jón Ól- afsson kom beina leið frá sjúkrabeði ekkju- frúarinnar í Hvammi, frá því að veita henni náðarmeðulin. Ferð hans var heitið að Hjalla til gistingar hjá fornvini hans og skólabróður, en tengdasyni gömlu frúar- innar í Hvammi, Hjalta Helgasyni. Séra Jón var ungur í þjónustu. Hann bar takmarkalitla virðingu fyrir sínu kirkju- lega embætti og hinum ytri kennimerkjum þess. Hann ól í brjósti djarfar vonir um að komast til metorða í stéttinni með aldri og árum. Komið gat þó fyrir, að jafn óprest- legar hugsanir gægðust fram í huga hans og hin skyndilega löngun til að vaða í leir- keldunni áðan. Þær stundir komu jafnvel, að honum fyndist hempan vefja sig mjúk- um fjötrum. Allt slíkt hristi séra Jón af sér eins og hvimleið óþrif. Þetta var í fyrsta sinni, er hans var vitj- að til að inna af hendi það prestsverk, er hann kom nú frá að vinna. Og þetta var einnig í fyrsta skipti, sem hann hafði verið staddur við dánarbeð, og gafst færi að at- huga manneskju, er dauðinn hafði þegar merkt, svo að ekki varð um villzt. Kynni hans af dauðanum höfðu áður aðeins verið þau, að flytja snotrar líkræður og viðeig- andi íburðarmiklar, eftir því hver í hlut átti, yfir blómskreyttum kistum og að kasta á þær moldarrekunum þremur. Áhrif þau, sem hann varð fyrir, þar sem hann sat við höfðalag gömlu konunnar og veitti henni náðarmeðulin, meðan maðurinn með ljá- inn dokaði við fótagaflinn — eða svo hugs- aði séra Jón sér afstöðuna—fylgdu honum út í vorkvöldið og rændu hann nokkru af nautn veðurblíðunnar. Honum fannst ó- viðeigandi að gefa sig vorkvöldinu á vald, þó að dýpst í sálu hans hljómuðu strengir í samræmi við vorið, sem lá í loftinu. Leiðin heim að Hjalla styttist óðum. Því lengur sem séra Jón ferðaðist úti í vorblíðunni, því sterkara bergmál vakti hið brennandi vor i brjósti hans, og að sama skapi máðust áhrifin frá sjúkrabeðn- um, þó að hann leitaðist við að halda hug- anum við hverfleika þessa lífs og hin

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.