Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 32
190
DVÖL
gætt, aS engir alþýðuskólar eru í
landinu. Öll kennsla fer fram í
heimahúsum, og ferðast presturinn
einu sinni á ári um sókn sína og
hlýðir börnunum yfir. Heima-
kennslan hefir þann kost í för með
sér, að foreldrarnir standa í nánari
tengslum við börn sín en ella.
Börnin hlýða á fullorðna fólkið,
taka þátt í samræðum þess, og
verða því snemma kotroskin og full-
orðinsleg. Ég er sannfærður um, að
alþýðumenntun íslendinga mundi
hraka, ef skólar væru settir á stofn,
enda er það óframkvæmanlegt sök-
um strjálbýli landsins. Hitt væri
aftur á móti æskilegt, að stofnuð
væru lestrarfélög sem víðast, svo
að menn ættu kost góðra bóka.
Eftir dvöl mína í landinu, hika ég
ekki við að fullyrða, að íslenzk al-
þýðumenning standi á hærra stigi
en annars staðar í Evrópu.
Þess verður víða vart í fornsög-
unum, að mikil rækt hafi verið lögð
við söng og hljóðfæraslátt. í þeim
efnum hefur orðið greinileg aftur-
för. íslendingar eru ekki söngelsk-
ir, og yfirleitt má telja þá frábitna
hverskonar listum. Þetta sætir enn
meiri furðu, þegar þess er gætt, að
æðsti presturinn í musteri listanna,
Thorvaldsen myndhöggvari, var af
íslenzku bergi brotinn.
Staða konunnar í þjóðfélaginu
er jafnan talinn góður mælikvarði
á menningarstig þjóðanna. Á því
sviði standa íslendingar öðrum
Norðurlandaþjóðum að baki. Þess
munu fá dæmi meðal menningar-
þjóða, að konum sé íþyngt jafn-
mikið með vinnu og á íslandi. Kon-
an verður að annast öll innanhúss-
störf, gera skó, sauma fatnað o. þ. h.
Auk þess gengur hún að heyskap,
hirðir skepnurnar og stundar jafn-
vel sjósókn. Hún þjónar karlmönn-
unum, dregur af þeim vosklæði og
sinnir yfirleitt öllum þörfum þeirra.
Þetta veldur því meðal annars, að
helgasta skylda móðurinnar er van-
rækt — að hafa barnið á brjósti.
Fjöldamargar konur hafa tjáð mér,
að þó að þær æsktu einskis frekar
en að hafa börn sín á brjósti, væri
þeim það ókleift sökum annríkis.
Segja má, að vilji karlmannsins sé
ráðandi í einu og öllu.
Margar af hinum fornu siðvenj-
um hafa nú verið lagðar niður. Þó
er það enn alsiða að gefa festar-
meynni morgungjöf eftir brúð-
kaupsnóttina. Heimanmundur tíðk-
ast aftur á móti ekki lengur. Hitt
mun enn algengt, að börnum sé
gefið svokallað tannfé.
Annars má segja, að íslendingar
hirði lítt um hverskonar siðvenjur
og ytri viðhöfn. Þeir fæðast inn í
þenna heim í fullkomnu látleysi,
giftast án nokkurrar viðhafnar og
er holað í jörðina þegjandi og
hljóðalaust.
Bergmálið hermir eftir hljóðinu til þess
að sanna, að það sé hljóðið sjálft.
Réttlætið þolir að bíða ósigur, en rang-
lætið ekki.
Straumur sannleikans flýtur í farvegi
villunnar. Tagore.