Dvöl - 01.07.1940, Síða 32

Dvöl - 01.07.1940, Síða 32
190 DVÖL gætt, aS engir alþýðuskólar eru í landinu. Öll kennsla fer fram í heimahúsum, og ferðast presturinn einu sinni á ári um sókn sína og hlýðir börnunum yfir. Heima- kennslan hefir þann kost í för með sér, að foreldrarnir standa í nánari tengslum við börn sín en ella. Börnin hlýða á fullorðna fólkið, taka þátt í samræðum þess, og verða því snemma kotroskin og full- orðinsleg. Ég er sannfærður um, að alþýðumenntun íslendinga mundi hraka, ef skólar væru settir á stofn, enda er það óframkvæmanlegt sök- um strjálbýli landsins. Hitt væri aftur á móti æskilegt, að stofnuð væru lestrarfélög sem víðast, svo að menn ættu kost góðra bóka. Eftir dvöl mína í landinu, hika ég ekki við að fullyrða, að íslenzk al- þýðumenning standi á hærra stigi en annars staðar í Evrópu. Þess verður víða vart í fornsög- unum, að mikil rækt hafi verið lögð við söng og hljóðfæraslátt. í þeim efnum hefur orðið greinileg aftur- för. íslendingar eru ekki söngelsk- ir, og yfirleitt má telja þá frábitna hverskonar listum. Þetta sætir enn meiri furðu, þegar þess er gætt, að æðsti presturinn í musteri listanna, Thorvaldsen myndhöggvari, var af íslenzku bergi brotinn. Staða konunnar í þjóðfélaginu er jafnan talinn góður mælikvarði á menningarstig þjóðanna. Á því sviði standa íslendingar öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Þess munu fá dæmi meðal menningar- þjóða, að konum sé íþyngt jafn- mikið með vinnu og á íslandi. Kon- an verður að annast öll innanhúss- störf, gera skó, sauma fatnað o. þ. h. Auk þess gengur hún að heyskap, hirðir skepnurnar og stundar jafn- vel sjósókn. Hún þjónar karlmönn- unum, dregur af þeim vosklæði og sinnir yfirleitt öllum þörfum þeirra. Þetta veldur því meðal annars, að helgasta skylda móðurinnar er van- rækt — að hafa barnið á brjósti. Fjöldamargar konur hafa tjáð mér, að þó að þær æsktu einskis frekar en að hafa börn sín á brjósti, væri þeim það ókleift sökum annríkis. Segja má, að vilji karlmannsins sé ráðandi í einu og öllu. Margar af hinum fornu siðvenj- um hafa nú verið lagðar niður. Þó er það enn alsiða að gefa festar- meynni morgungjöf eftir brúð- kaupsnóttina. Heimanmundur tíðk- ast aftur á móti ekki lengur. Hitt mun enn algengt, að börnum sé gefið svokallað tannfé. Annars má segja, að íslendingar hirði lítt um hverskonar siðvenjur og ytri viðhöfn. Þeir fæðast inn í þenna heim í fullkomnu látleysi, giftast án nokkurrar viðhafnar og er holað í jörðina þegjandi og hljóðalaust. Bergmálið hermir eftir hljóðinu til þess að sanna, að það sé hljóðið sjálft. Réttlætið þolir að bíða ósigur, en rang- lætið ekki. Straumur sannleikans flýtur í farvegi villunnar. Tagore.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.