Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 3
'Júlí - september 1940.8. árgangur . 5. hefti
Elim NÍniiM enn
Eftir .íohit <ii alswortliy
Þórarinn Guðnason þýddi
Hún vaknaði við máttlítið spark
litla snáðans, sem lá við brjóst
hennar, rétti úr fótum hans og
starði svo hreyfingarlaus upp í
óhreinar loftfjalirnar. Fyrsta skíma
marzmorgunsins smaug föl og grá
inn um glugga meö tjaldgarmi fyrir
neðri helmingnum og dreifðist um
litla herbergið. Á þetta herbergi,
eins og öll önnur bakherbergi í
þessari götu, hafði vonleysið þrýst
marki sínu; í því var hvorki fegurð
að finna né verðmæti, að undan-
skildum nokkrum f jóluvöndum, sem
konan átti enn óselda í brúnu tága-
körfunni sinni.
Barnunginn kyrrðist við ylinn frá
brjósti hennar og örmum; hann
stakk litla kollinum í hálsakot
hennar og sofnaði að nýju. En
skammt frá þessu barnshöfði var
andlit móðurinnar, líkt og höggvið
út í stein.
Fyrir tveim dögum fór bóndi
hennar að heiman og lét þess getið,
að hann myndi ekki koma aftur.
En það skelfdi hana ekki, því að
eins og allir þeir, sem á ungum
aldri komast í kynni við þjáning-
una, var hún orðin ótrúlega hyggin,
og fyrir ævalöngu hafði hún gert
sér grein fyrir, hvers virði henni
væri sambúðin við hann. Henni
varð meira ágengt í blómasölunni
en honum, því að stundum greiddu
„fínir herrar“ henni blómin með
háum upphæðum. Ef til vill hefir
þeim runnið til rifja, hve þreytu-
legt smáfríða andlitið hennar var
og hve þessi ungi líkami gekk hall-
fleyttur vegna barnsins, sem hún
bar á handleggnum. Já, hún lagði
honum meira fé en hann henni;
auk þess hafði hann tvisvar áður
hlaupið brott eins og nú, og tvisvar
komið aftur. Það, sem henni lá á
hjarta, var dálítið annað. Kvöldið
áður, þegar hún var á leið heim,
örmagna af þreytu, sá hún honum
bregða fyrir, í strætisvagni, með
handlegginn utan um mittið á ein-
hverjum kvenmanni. Þessi sjón
kveikti blossa í henni, og hún hljóp
á eftir vagninum með barnið og
körfuna í fanginu. En henni var
um megn að keppa við strætisvagn-
inn og brátt dróst hún aftur úr.
Og lengi, lengi sat hún í hnipri við
eldinn og sá fyrir sér manninn sinn
með þessari ókunnu konu. Og þegar