Dvöl - 01.07.1940, Síða 3

Dvöl - 01.07.1940, Síða 3
'Júlí - september 1940.8. árgangur . 5. hefti Elim NÍniiM enn Eftir .íohit <ii alswortliy Þórarinn Guðnason þýddi Hún vaknaði við máttlítið spark litla snáðans, sem lá við brjóst hennar, rétti úr fótum hans og starði svo hreyfingarlaus upp í óhreinar loftfjalirnar. Fyrsta skíma marzmorgunsins smaug föl og grá inn um glugga meö tjaldgarmi fyrir neðri helmingnum og dreifðist um litla herbergið. Á þetta herbergi, eins og öll önnur bakherbergi í þessari götu, hafði vonleysið þrýst marki sínu; í því var hvorki fegurð að finna né verðmæti, að undan- skildum nokkrum f jóluvöndum, sem konan átti enn óselda í brúnu tága- körfunni sinni. Barnunginn kyrrðist við ylinn frá brjósti hennar og örmum; hann stakk litla kollinum í hálsakot hennar og sofnaði að nýju. En skammt frá þessu barnshöfði var andlit móðurinnar, líkt og höggvið út í stein. Fyrir tveim dögum fór bóndi hennar að heiman og lét þess getið, að hann myndi ekki koma aftur. En það skelfdi hana ekki, því að eins og allir þeir, sem á ungum aldri komast í kynni við þjáning- una, var hún orðin ótrúlega hyggin, og fyrir ævalöngu hafði hún gert sér grein fyrir, hvers virði henni væri sambúðin við hann. Henni varð meira ágengt í blómasölunni en honum, því að stundum greiddu „fínir herrar“ henni blómin með háum upphæðum. Ef til vill hefir þeim runnið til rifja, hve þreytu- legt smáfríða andlitið hennar var og hve þessi ungi líkami gekk hall- fleyttur vegna barnsins, sem hún bar á handleggnum. Já, hún lagði honum meira fé en hann henni; auk þess hafði hann tvisvar áður hlaupið brott eins og nú, og tvisvar komið aftur. Það, sem henni lá á hjarta, var dálítið annað. Kvöldið áður, þegar hún var á leið heim, örmagna af þreytu, sá hún honum bregða fyrir, í strætisvagni, með handlegginn utan um mittið á ein- hverjum kvenmanni. Þessi sjón kveikti blossa í henni, og hún hljóp á eftir vagninum með barnið og körfuna í fanginu. En henni var um megn að keppa við strætisvagn- inn og brátt dróst hún aftur úr. Og lengi, lengi sat hún í hnipri við eldinn og sá fyrir sér manninn sinn með þessari ókunnu konu. Og þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.