Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 82
240
DVÖL
Kínmisögur
„Hér hefi ég verið í tíu ár og unnið
þriggja manna verk fyrir eins manns kaup
og nú ætla ég að fara þess á leit, að það
verði hækkað.“
„Ekki er það hægt,“ sagði vinnuveit-
andinn, sem var Skoti, „en ef þú segir
mér nafn hinna tveggja, þá skal ég sjá
um að þeir verði reknir."
Ferðamaður mætti gömlum manni á
götu í þorpi einu.
„Eitthvað ert þú nú orðinn gamall",
sagði ferðamaðurinn.
„O, — bráðum níutíu og fimm“.
„Og hefir verið hér í þorpinu alla
æfina?"
„O, — ekki er það nú enn“.
öld, gagnvart Rússum, Tyrkjum og Svíum.
Hefir fyrsti hluti þess sagnaflokks birzt
í íslenzkri þýðingu undir nafninu „Með
báli og brandi".
Sienkiewicz fékk bókmenntaverðlaun
Nobels árið 1905. Hann var mikill föður-
landsvinur og þreyttist aldrei á að tala
máli þjóðar sinnar út um heim, og þegar
hann dó haustið 1916 í Sviss, á fyrsta ár-
inu yfir sjötugt, var hann að vinna að því
að stofna líknarfélag fyrir þá, er þoldu
hörmungar landflóttans í heimsstyrjöld-
inni miklu, er þá stóð í almætti sínu.
J. B. S. Haldane
(f. 1892) er enskur háskólakennari í líf-
eðlisfræði o. fl. En svo virðist sem hann
sé heima í öllum fræðigreinum og að
ekkert mannlegt sé honum óviðkomandi.
í tómstundum sínum leggur hann stund á
garðyrkju og jurtakynbætur. í skoðunum
sínum er hann víðsýnn og frjálslyndur,
en Jafnframt óháður gömlum sem nýjum
skoðanakerfum og segir til syndanna, hver
sem í hlub á, þegar svo ber undir.
Það þarf enga hetju til að hátta, en það
þarf stundum karlmennsku til að fara á
fætur, sagði karlinn.
Jón: „Mér er sagt, að Grímur sé á
sjúkrahúsinu; hvernig líður honum?“
Helgi: „Sæmilega, en ég býst þó ekki
við, að hann fari þaðan fyrst um sinn“.
Jón: „Því heldurðu það? Sástu lækn-
inn?“
Helgi: „Nei, en ég sá hjúkrunarkonuna“.
Maður nokkur var ásakaður um fölsun.
„Og ég, sem öct ekki einu sinni skrifað
nafnið mitt“, sagði hann með mikilli vand-
lætingu í röddinni.
„Þér eruð heldur ekki ásakaður um
það“, var svarið.
„Frú mín góð“, sagði betlarinn, „hafið
þér miðdegisverð handa svöngum manni?"
„Já“, sagði konan, „og hann kemur
heim klukkan tólf til þess að borða hann“.
„Hvernig líka yður verk Beethovens?"
spurði tónlistarmaðurinn verksmiðjueig-
andann.
„Það er áreiðanlega enginn með því
nafni, sem vinnur hjá mér núna“, var
svarið.
Prestur nokkur barði að dyrum og fékk
vatn að drekka.
„Hvar fáið þér þetta indælis vatn?“
spurði hann kerlinguna, sem var heldur
óðamála.
„Úr prestinum, prestinum, brunnur
minn“, svaraði hún.
Sennilega lagast ekki ástandið í heim-
inum fyrr en ekkja Francos segir Stalin
á banasænginni, að Hitler hafi verið myrt-
ur við jarðarför Mussolinis.
Vernon Bartlett, enskur þingmaður.
Ritstjóri: Þórir Baldvinsson.