Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 25
D VÖL 183 1 heyið, heyrðist honum vindurinn leika á álmurnar á heykvíslinni, og verkstjórinn, sem sá hann standa iðjulausan með afturkembt hárið, þar sem hann var að hlusta á hljóðið í vindinum, greip ól og danglaði í hann nokkrum sinn- um, til þess að vekja hann af dag- draumum sínum, en það bar lítinn árangur. Á næturnar, þegar froskarnir kvökuðu og keldusvínið skrækti á enginu, þegar stjörnuhegrinn drundi úti á flæðunni og haninn galaði í garðinum, gat drengurinn ekki sofið. Hann hlustaði hrifinn og hamingjan veit, hvaða sam- hljóma hann hefir fundið í þess- um ólíku röddum. Móðir hans þorði ekki að fara með hann til kirkju því að eftir því, hvort tón- ar orgelsins voru dimmir eða skærir, urðu augu drengsins ýmist döpur og tárvot eða björt og blik- andi. Næturvörðurinn, sem rólaði um þorpið á hverri nóttu og taldi stjörnurnar eða talaði í lágum hljóðum við hundinn sinn til þess að halda sér vakandi, sá oftar en einu sinni á hvíta stakkinn hans Janko litla, þar sem hann var að skjótast í rökkrinu til veitinga- hússins. Hann fór ekki inn í hús- ið, heldur lagðist þétt upp að veggnum og hlustaði. Gestirnir hringsnerust þarna eftir fjörugum hljóðfæraslætti og öðru hvoru kvað við margraddað „hal-ló!“ Fótastappið heyrðist greinilega og blandaðist saman við skrækar og tilgerðarlegar raddir kvenfólksins. Fiðlan niðaði mjúkt og blíðlega, cellóið drundi. Gluggarnir ljóm- uðu af ljósum. Það var eins og hver fjöl í húsinu bergmálaði radd- ir og tóna. Og Janko litli hlustaði. Hvað mundi hann ekki vinna til þess að eiga fiðlu, sem ætti slíka tóna? Hvernig átti hann að seiða fram svona hljóm? Ef þeir vildu nú leyfa honum að snerta hana með fingrunum. Nei. Allt, sem hann gat og mátti, var að hlusta. Og þarna stóð hann og hlustaði, þar til hryssingsleg rödd næturvarðarins kallaði til hans utan úr myrkrinu. „í rúmið með þig, óþekktarang- inn þinn Þá trítlaði hann aftur heim í kofann, en hljómar fiðlunnar fylgdu honum eftir gegnum myrkrið. Það var mikill viðburður, þegar hann heyrði leikið á fiðlu í brúð- kaupsveizlum eða á uppskeruhá- tíðinni. Við slík tækifæri skreið hann vanalega á bak við ofninn og húkti þar steinþegjandi og starði fram fyrir sig stórum og glampandi augum eins og köttur í náttmyrkrinu. Að lokum smíðaði hann sér fiðlu úr þakspæni og notaði hross- hár í strengi. Hljóðið í henni var að vísu ekki eins fallegt eins og í fiðlunni í veitingahúsinu. Streng- irnir suðuðu svo dauft, svo skelfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.