Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 53

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 53
DVÖL ýfli og upp frá því gat ég oft sætt mig við andlitslýti meðborgara minna í strætisvögnunum, með þvi að hugsa mér þá krufna. Ég býst ekki við að lifa það, að þetta verði almennt viðurkennt; en fyrsta skrefið til þess er að sýna krufna llkami. Mér er ekki fastara í hendi með minn eigin andvana skrokk eða eiginkonu minnar, heldur en skógarmana okkar. Ég vonast því eftir, að þeir verði notaðir til þess að læra af þeim líkamsfræði. Annað forboðið er sprottið af trú- arlegum ástæðum. Það er ómögu- legt að samræma þekkingu okkar í líffærafræði við hið kynlega brotasilfur aftan úr forneskju, sem er ofið hingað og þangað í trúar- setningar. Það kann að reynast mögulegt að hreinsa það burtu úr trúarbrögðunum eins og þau hafa varpað festingu himinsins fyrir borð. En margt trúað fólk er ekki á því. Gerð heilans mun vissulega verða álíka mikill ásteytingarsteinn eins og þróunarkenningin var á öld- inni sem leið. Þriðja og veigamesta andstaðan er samt sú, að líffærafræði manns- ins er ósiðleg. Tökum einfalt dæmi: Það væri hlægilegt að halda verk- legt námskeið í þessari grein, án þess að það næði til efnagreiningar á þvagi, eða fræðilegt námskeið, sem sleppti úr líffærum, sem starfa að viðhaldi kynstofnsins. Flest fólk vill halda slíku utan við vísindalega þekkingu og leggja það á vald til- finninganna. Og tilfinningarnar 21Í geta beinzt I ýmsar áttir. Sumir líta á þessi mál með viðkvæmni, aðrir með viðbjóði, sumir henda að þeim garnah. Allir eru aðeins sámmálá um að hafa á móti vísindalegu við- horfi til þeirrá, þótt mótspyrnail komi í ljós á margvíslegan hátt. Afleiðingin verður sú, að mikill hluti hinnar vaxandi kynslóðar læt- ur hvatirnar eingöngu ráða yfir sér í þessum sökum. Mér virðist að þeir, sem eru fastheldnir í þessu máli, hljóti að skilja, að líffræði- leg sjónarmið séu þrátt fyrir allt ákjósanlegri heldur en að hvatirn- ar ráði. Líffræðingurinn álítur t. d. að það sé ósennilegt, að nokkur kona verði hamingjusöm af því að láta eyða fóstri hvað eftir ann- að til þess að losna við barns- burð og mylkingu, enda þótt nokk- ur hemill kunni að vera nauðsyn- legur af þjóðfélagslegum ástæðum, vegna þess hve lítið deyr orðið af börnum. Af þessum ástæðum standa geysisterkar hömlur á móti þeim uppeldislegu frumatriðum, sem vís- indaleg sjónarmið útheimta. Að miklu leyti eru þær óafvitandi. En þangað til vísindaleg sjónarmið verða ríkj andi mun menning okkar halda áfram að þjást af ósamræmi. Efnislega er hún vísindaleg, en andlega er hún úrelt. Ástandið, sem nú ríkir í heiminum, gefur hugboð um, að hin sérstæða menning okk- ar muni sæta sömu örlögum og menning fyrri alda, ef ekki verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.