Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 9
DVÖL 167 þrungið garg. Hann leit ekki upp, en hreyfði fótinn til, og laust sindur féll af arninum. Aftur var þögn. Hún færði sig hægt og hægt í rúminu að fótagaflinum. Hún sat þar í hnipri, sveigð i lendum, og beygði andlitið niður milli út- réttra armanna, og hann húkti við eldinn svo skammt frá henni, að hún hefði getað náð til hans og keyrt höfuð hans aftur á bak. Þetta var líka það, sem hún í- myndaði sér — að hún lyti niður að honum, einblíndi í augu hans og læsti tönnunum í enni hans — svo ljóslega, að hún fann blóð- bragðið í munninum. Allt í einu hrökk hún upp af draumum sín- um og gróf andlitiö milli armanna niður í ábreiðugarminn. Drykk- langa stund lá hún þannig, eins og villiköttur, sem hniprar sig sam- an á trjágrein. Hræðilega sár til- finning greip hana. Hugurinn reikaði til kvöldsins, þegar þau komu fyrst heim í þetta herbergi; hún minntist kossa hans. Eitt- hvað gaf eftir í hálsi hennar. Hana langaði ekki framar til þess að rífa og bíta, og hún leit upp. Hann hafði ekki bært á sér. Hún sá aðeins utan á vanga hans og höku; hann var skegglaus eins og drengur, grafkyrr, líkt og hann væri dauður. Hún fann til kulda og hræðslu. Hvernig stóð á þess- ari þögn? Hún heyrði hann ekki einu sinni draga andann. Hún renndi sér niður á gólfið. Augu hans voru opin, alveg litlaus, og störðu í slokknandi glæðurnar. Hann var kinnfiskasoginn, og í vörunum virtist ekki blóðdropi. En þær bærðust, titruðu, eins og í stjórnlausri angist. Svo að hann var þá ekki dáinn! Aðeins dauð- kaldur og banhungraður, eins og hann hafði verið í bæði hin skipt- in, þegar hann kom heim til henn- ar aftur. Af svip hennar varð ekk- ert lesið um hugsanir eða til- finningar, en hún beit sig í neðri vörina. Svo að þannig hafði hann átt eftir að koma til hennar einu sinni enn! Allt í einu blossuðu logar upp í síðustu leifum eldsneytisins á arn- inum. Hann sneri andlitinu að henni. Við bjarmann af þessum daufa eldi sýndist henni augu hans líkjast augum litla drengsins; henni fannst einhver bæn spegl- ast i þeim; þau voru full um- komuleysis; þessi titrandi líkami virtist umkomuleysið sjálft. Hann tautaði eitthvað, en skjálftinn kæfði orð hans, svo aö henni barst ekki annað til eyrna en hljóð, sem líktist hljóðum litla drengsins. Og þegar hún heyrði þetta hljóð, lét eitthvað undan í hjarta hennar; hún dró höfuð hans niður að brjósti sér og þrýsti honum eins fast að sér og henni var unnt. Og þegar eldurinn kulnaði út, hélt hún enn um höfuð hans og vagg- aði því, barðist sjálf við ekkann og reyndi einu sinni enn að miðla honum af yl síns smávaxna lík- ama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.