Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 43

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 43
D VÖL 201 gleyma ástinni, þeim sem alltaf eru saman. Og Lamoir beið, svo kyrrlát og blíð. Á heimleið dvaldi hugur hans alltaf hjá henni. Einu sinni kom hann heim að næturlagi fyrir níu árum síðan. Hann hafði fariö frá Englandi fjórum eða fimm mánuðum áður, og þegar hann kom til London þetta kvöld, fékk hann sér matar- bita á veitingahúsi og tók svo fyrstu lestina til Langton Weaver. Það var köld og stjörnubjört júlí- nótt. Hann labbaði þessar tvær mílur frá járnbrautarstöðinni. Hugh var hamingjusamur á þessari gönguför sinni, og hann var sér þess meðvitandi. Hann var líka bæði hraustur og þróttmikill. Hann var þá fjörutíu ára gamall, skarpleitur, dökkur á hörund, stæltur í hverri hreyfingu. Hugur- inn þaut á undan til Lamoir og vitundin um hennar hvítu, blíðu, kyrrlátu fegurð var eins og heill- andi draumur. Loftið var hreint og hvelfingin djúp eins og ítalskur himinn, sagði Hugh. Hann gekk ekki gangstíginn heim að húsinu heldur beint yfir flötina og stefndi á stóru, frönsku gluggana á setu- stofunni. Á glerinu blikaði daufut bronsglampi í stjörnuskininu. Inni sat Lamoir á bláum, flosklæddum hægindastól og las í bók. Bókin var upplýst frá gullhvítum ambur- lampa og endurkastaði fölri birtu á andlitið, en hárið hvarf í skugga. Hann opnaði ólæstan gluggann og kallaði: „Lamoir!“ Brjóst hennar lyftust rétt sem snöggvast á þann hátt, sem hann unni og þekkti svo vel. Hún hefði ekki verið Lamoir án þessarar litlu hreyfingar. Þannig var það alltaf við fyrstu endurfundi. Það var eitthvað yndislegt við það, eitthvað óskiljanlega heillandi. Það var eins og hún óttaðist ást sína. Hún var eitthvað bundin við hjartað, þessi litla hreyfing. Og það var líka hreyfing handarinn- ar — eins og flöktandi hvítur fugl. Eins og fugl, sem kom flögrandi utan úr kyrrðinni og hvarf þang- að aftur. Allt í einu, litlu augna- bliki. — Því að Lamoir hafði veikt hjarta, það var ef til vill þess vegna, að hún var svo kyrrlát. Það var kannske hjartað. Og það var alltaf eins með hann, þegar hann sá hana aftur eftir langa fjarvist. Jörðin stóð kyrr. Allt var kyrt nema Lamoir — þessi litla hreyfing — og svo ást hans sjálfs. Það var svo mikil ham- ingja fólgin í endurfundinum, að það olli næstum þvi sársauka. — Lamoir var eina konan í lífi Hugh. Þegar hann sá hana þarna, þá var ekkert til á himni og jörð nema hann og Lamoir og bilið á milli þeirra. Þessi lífþrungna vera með eldheitu augun, — svo fögur og stundum þó svo villt. Hún gerði hvorttveggja, að hrífa hann og hrella hann í senn, og stundum var það, eins og ást hans væri stungin með rýtingi eða gripin einhverjum ótta, sem ekki var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.