Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 33
D VÖL 191 Xil Lamoir Eftir Micliael Arlen Já, því miður, ég þekki blóm og tré allt of lítið, en án þeirrar þekkingar get ég þó tæplega sagt þessa sögu svo að vel sé, því að þetta er saga, sem krefst djúps skilnings á því, sem er kyrrlátt og blítt. Mér gengur erfiðlega að komast hjá því, að nefna sjálfan mig, þeg- ar ég fer að segja frá Hugh og Lamoir, því að þau hjálpuðu mér, þegar ég var mjög ungur, og um langa hríð voru þau einu vinirnir, sem ég átti í London. Sá kunn- ingsskapur hefir haldizt síðan. En það eru aðeins nokkrir dagar síð- an Hugh sagði mér frá trénu. Ég býst við, að hann hafi haft ein- hverja hugmynd um, hvað komið gæti fyrir og viljað segja frá því meðan hægt var. En það er skrítið, að ég skyldi hafa þekkt hann öll þessi ár, hann og Lamoir, án þess að hann nokkurntíma minntist einu orði á tréð — og svo kemur hann allt í einu og segir frá því. Ég efast ekki um, að það verði margir til að segja, að hann hafi ekki dulið neitt, sem ástæða var að dylja, að sagan sé fjarstæða, og þeir hafa nokkuð til síns máls. Hugh var ekki hugmyndaríkur maður, síður en svo. Og sagan, þegar allt kemur til alls, er eigin- lega um það. Hann var auðvitað mjög mikill fegurðardýrkandi, en listdómarinn er nú ekki alltaf hug- myndaríkur. Lamoir, aftur á móti, hún var allt öðruvísi, og það var hægt að trúa henni til heilabrota um garðinn og tréð og það allt, en eftir því sem ég bezt veit, þá fór aldrei hálft orð um það á milli Hugh og Lamoir. Ég hefi aldrei getað komið rök- um við, þegar ég hugsa um Lamoir, mér var of hlýtt til hennar. Ég veit, að sagnaritarinn á að vera hlutlaus, en það þýðir ekkert að tala um það. Hún skynjaði tré og blóm að innsta þræði, hún Lamoir, og hún var alltaf svo róleg og kyrrlát, alveg eins og blóm; þú vissir aldrei, hvað hún var að hugsa um. Það var vist meira og minna þannig, sem erfiðleikarnir byrjuðu á milli þeirra, eftir því sem Hugh sagði mér um daginn. Hann vissi aldrei, hvað hún var að hugsa um, en hann var vongóður, og svo varð hann þess einu sinni var, að hugur hennar hafði verið að fjarlægjast hann, alla tíð. Það er eins og margir karl- menn séu svona, þeir komast aldrei niður úr yfirborðinu;- svo þegar konurnar þeirra eru þögul- ar og gruflandi, dettur þeim aldrei í hug, að lífsviðhorf þeirra kunni að vera annað, og þegar þeir loks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.