Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 73

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 73
D VÖL 231 öll og trúðum því, að svo yrði. En það fór nú á annan veg. Gallinn var sá, að Stephen var fyrst í stað ákaflega viðkvæmur fyrir útliti sínu. Smátt og smátt breyttist þetta og fór þá að koma fram í sjúkri afbrýðisemi. Hann var þá vís til að tryllast af bræði, ef Catherine varð það á að brosa í samtali við mjólkurpóstinn eða brauðsalann. Hann taldi sér trú um, að hún hefði ýmigust á sér eða jafnvel hataði sig og að hún felldi hug til eins eða annars. — Vitan- lega var þetta fjarstæða. Cather- ine var nú ekki þannig. Ég efast þó ekki um, að henni hefir fallið þetta þungt, og þetta var eins og álög á manninum, hvernig hann kvaldi sjálfan sig og hana. Einu sinni, þegar ég var þar á heimilinu, tók hann upp á því að skæla sig og gretta á hroða- legasta hátt. Og til þess að gera þetta sem átakanlegast, hélt hann Ijósinu alveg upp að andlitinu, ef andlit skyldi kalla. Hamingjan mátti vita, hverju hann tók upp á, þegar þau voru aðeins tvö ein. Þrátt fyrir þetta gátu allir séð, að Catherine unni honum hug- ástum, — allir nema þá Stephen. Það var síður en svo, að þetta væri glæsilegt ástand, en það fór þó fyrst að ká'rna, þegar Archer kom til sögunnar. Archer var ungur og efnilegur listamaður. Hann hafði gerzt sjálfboðaliði á fyrsta ári stríðsins og misst annan fótinn. Catharine hafði oft setið fyrir hjá honum í gamla daga og þegar hann kom aftur, bað hann hana að hjálpa sér við að fullgera mynd, sem hann hafði orðið að yf- irgefa að hálfnuðu verki. Hún vildi gjarna gera honum þenna greiða, þó að hún hefði hins vegar hætt að sitja fyrir, þegaT Stephen kom heim. Archer var góðkunn- ingi þeirra beggja og hún spurði því Stephen, hvort hann hefði nokkuð á móti því, að hún gerði þetta. Stephen maldaði í móinn, en hann gerði það fremur áhuga- laust og rólega og henni skildist því, að honum mundi ekki skipta það miklu máli. En svo var það nokkrum dögum seinna, að það var barið að dyrum, einhver, sem hafði farið húsa villt, og þegar Catherine kom inn aftur, sagði Stephen, að hún hefði verið að tala við Archer. Hann stóð á þessu fastar en fót- unum. Hann vildi ekki einu sinni síma til Archer til þess að ganga úr skugga um þetta, þetta væru hvort eð er saman tekin ráð þeirra, sagði hann, — og væri víst ekki í fyrsta skipti, enda væri þetta með málverkið bara yfirskyn. Það þýddi víst ekkert fyrir Catherine að bera á móti. Þetta jókst svona orð af orði, þangað til hávaðinn heyrðist um allt húsið. Stephen öskraði eins og vitlaus maður og seinast gekk það svo langt, að við þorðum ekki annað en að brjóta upp hurðina. Þau voru bæði þarna á vinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.