Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 39
DVÖL 197 hún smárri röddu inn á milli greinanna. „Gæti þaö, ef ég vil,“ sagði Hugh og horfði upp í tréð. Hann sá bara eitthvað hvítt á milli laufblað- anna. „Vil að þú viljir,“ sagði hvíti hnoðrinn, — og þá varð Hugh ást- fanginn í fyrsta og síðasta sinn á æfinni. „Hún sagði bara: „Ú-u,“ þegar hann loksins náði henni á grein langt uppi í trénu, og svo kyssti hún hann rökum kossi á kinnina. Hún skríkti ekki eða neitt svoleið- is, hún var alvarleg eins og mað- ur við plóg. Hugh sagði, að hann hefði orðið dálítið sneyptur. „Segðu mér,“ sagði hann til þess að segja eitthvað. „Hvað heitir þetta tré? Ég hefi aldrei séð svona tré fyrr.“ „Það er ljómandi tré,“ sagði hún og horfði út í loftið. „Það heitir Playmate-tré — auðvitað.“ „Æ-æ, aftur þetta aulalega nafn,“ sagði hann hranalega. Hún horfði á hann með þessum stóru, gráu augum, sagði Hugh, og hann var alveg að verða máttlaus, máttlaus af sekt. Og svo sagði hún „Ú-u-hú!“ og grét. — Já! Hún grét. Hugh vissi ekki, hvað hann átti að gera, þarna hátt uppi á trjágrein, og þessi litli angi grát- andi eins og hjartað ætlaði að springa. Hann tautaði aftur og aftur: „Heyrðu, nei, þú mátt ekki gráta,“ og þar fram eftir götun- um, og svo, einhvern veginn var hún komin í fang hans og hann var að kyssa hana, kyssa hárið á henni. Og hárið ilmaði eins og tréð, sagði Ilugh, svo að það hlýtur að hafa verið mjög einkennilegt tré. Og þá sagði hún: „Kysstu nú tréð,“ — það var ósköp lítil rödd — „þú hefir sært tréð svo mikið.“ „Hvað — nú!“ sagði Hugh, en hann gerði eins og honum var sagt, og svo klifruðu þau þegjandi ofan úr trénu. Hann var að reyna að hjálpa henni og hann stakkst næstum því á höfuðið. Svo gengu þau til baka þangað, sem húsið stóð, ósköp hægt og þau héldust í hendur. Hugh sagði, að hann hefði þá verið hamingjusamari en nokkru sinni fyrr frá því, að hann fyrst mundi eftir sér. ,,Má ekki hlæja að svona nöfn- um,“ sagði hún. „Þú getur meitt þig, ef þú gerir það.“ „Já, og ég skal segja þér, það væri gaman að leika sér með þér einhverntíma aftur,“ sagði Hugh feimnislega. Og þá varð hann þess var, að hann var að labba eftir rykugum veginum áleiðis til Nasyngtonl Hann var nærri því kominn til Nasyngton, sagði hann; niður fyrir brekkuna og yfir gömlu, viðamiklu brúna hjá Kennet. Hann hlaut að hafa labb- að tvær mílur eða meira, meðan hann hélt, að hann hefði verið þarna í garðinum. Hann sagði föður sínum frá þessu í stórum dráttum, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.