Dvöl - 01.07.1940, Side 39

Dvöl - 01.07.1940, Side 39
DVÖL 197 hún smárri röddu inn á milli greinanna. „Gæti þaö, ef ég vil,“ sagði Hugh og horfði upp í tréð. Hann sá bara eitthvað hvítt á milli laufblað- anna. „Vil að þú viljir,“ sagði hvíti hnoðrinn, — og þá varð Hugh ást- fanginn í fyrsta og síðasta sinn á æfinni. „Hún sagði bara: „Ú-u,“ þegar hann loksins náði henni á grein langt uppi í trénu, og svo kyssti hún hann rökum kossi á kinnina. Hún skríkti ekki eða neitt svoleið- is, hún var alvarleg eins og mað- ur við plóg. Hugh sagði, að hann hefði orðið dálítið sneyptur. „Segðu mér,“ sagði hann til þess að segja eitthvað. „Hvað heitir þetta tré? Ég hefi aldrei séð svona tré fyrr.“ „Það er ljómandi tré,“ sagði hún og horfði út í loftið. „Það heitir Playmate-tré — auðvitað.“ „Æ-æ, aftur þetta aulalega nafn,“ sagði hann hranalega. Hún horfði á hann með þessum stóru, gráu augum, sagði Hugh, og hann var alveg að verða máttlaus, máttlaus af sekt. Og svo sagði hún „Ú-u-hú!“ og grét. — Já! Hún grét. Hugh vissi ekki, hvað hann átti að gera, þarna hátt uppi á trjágrein, og þessi litli angi grát- andi eins og hjartað ætlaði að springa. Hann tautaði aftur og aftur: „Heyrðu, nei, þú mátt ekki gráta,“ og þar fram eftir götun- um, og svo, einhvern veginn var hún komin í fang hans og hann var að kyssa hana, kyssa hárið á henni. Og hárið ilmaði eins og tréð, sagði Ilugh, svo að það hlýtur að hafa verið mjög einkennilegt tré. Og þá sagði hún: „Kysstu nú tréð,“ — það var ósköp lítil rödd — „þú hefir sært tréð svo mikið.“ „Hvað — nú!“ sagði Hugh, en hann gerði eins og honum var sagt, og svo klifruðu þau þegjandi ofan úr trénu. Hann var að reyna að hjálpa henni og hann stakkst næstum því á höfuðið. Svo gengu þau til baka þangað, sem húsið stóð, ósköp hægt og þau héldust í hendur. Hugh sagði, að hann hefði þá verið hamingjusamari en nokkru sinni fyrr frá því, að hann fyrst mundi eftir sér. ,,Má ekki hlæja að svona nöfn- um,“ sagði hún. „Þú getur meitt þig, ef þú gerir það.“ „Já, og ég skal segja þér, það væri gaman að leika sér með þér einhverntíma aftur,“ sagði Hugh feimnislega. Og þá varð hann þess var, að hann var að labba eftir rykugum veginum áleiðis til Nasyngtonl Hann var nærri því kominn til Nasyngton, sagði hann; niður fyrir brekkuna og yfir gömlu, viðamiklu brúna hjá Kennet. Hann hlaut að hafa labb- að tvær mílur eða meira, meðan hann hélt, að hann hefði verið þarna í garðinum. Hann sagði föður sínum frá þessu í stórum dráttum, þegar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.