Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 37
D VÖL Í95 „Halló,“ sagði stúlkan. Hún var eiginlega ekkert nema augun. „Halló,“ sagði Hugh. Þetta er bara stelpuangi. Hugh var níu ára. „Þú ert víst strákur," sagði hún. „Auðvitað er ég strákur," sagði Hugh, og hann ætlaði að bæta við: „ — á sama hátt og þú ert stelpa,“ en það var ekki hægt að rökræða við svona lítinn anga. Og þá mundi hann allt í einu, að hann vissi ekki, hvar hann var. „Heyrðu,“ sagði hann, „ég veit ekki hvernig ég komst hingað. Hvaða staður er þetta eiginlega?" Hún horfði á blautan fingurinn, sem hún hafði verið að totta. Hugh minntist þess, að hann hafði glampað í sólskininu. Og það hafði líka glampað á hárið. Hugh sagði, að hárið hefði jafnvel glampað líka í skugganum, en hann lagði víst enga sérstaka merkingu í það þá. „Heyröu, hvar er ég eiginlega?" spurði hann aftur. Það hefir hlot- ið að vera vandræðahreimur í röddinni, án þess að hann gæti gert að því. „Þú ert hérna,“ sagði hún. „Hvað heitirðu?“ „Hugh,“ sagði hann. „En segðu mér, hvar er þetta hérna? Ég hefi aldrei séð þetta hús fyrr. Faðir minn á stærsta húsið hér í ná- grenninu. Það heitir Langton Wea- ver. Faðir minn er lávarður og þegar hann deyr, þá verð ég líka lávarður." „Ú-u,“ sagði hún og glápti. Hugh sagðí, að hann hefði víst orðið hálf sneyptur. Hver annar krakki hefði svarað með því að guma af ágæti síns eigin heimilis, en hún bara hlustaði á allt og starði, og Hugh sagði, að hann hefði strax fundið til gortsins í sér. „Húsið okkar er nú víst ekki eins fallegt og hreint og þetta hús,“ sagði hann. „Ég vildi fullt eins vel eiga hér heima.“ Og hann vissi á svipstundu, að hann var að segja satt, það var það merkilega; að hann kysi frem- ur að eiga heima á þessum stað en í húsi föður síns. Og með þess- um stelpuanga. Frá þeirri stundu hafði hann gleyirit undrun sinni yfir því að vera staddur í garðin- um. „Hvað heitirðu,“ spurði hann. „Hef ekkert nafn,“ sagði stúlk- an. „Ekkert nafn.“ „En þú hlýtur þó að hafa eitt- hvert nafn,“ sagði hann undrandi. „Allir hafa nafn, jafnvel hundar og kettir. Við eigum sjö hunda og þeir heita eftir dögunum í vik- unni, allir nema einn, því það er náttúrlega ekki hægt að kalla hund sunnudag, eins og pabbi segir.“ „Ekkert nafn,“ sagði hún. „Ég er bara ég.“ „Já, en sjáðu til, hvað segir fólk- ið, þegar það kallar á þig?“ Hann hélt, að nú væri hann búinn að koma henni í klípu, sagði Hugh. Hún skríkti. „Ég bara kem,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.