Dvöl - 01.07.1940, Side 37

Dvöl - 01.07.1940, Side 37
D VÖL Í95 „Halló,“ sagði stúlkan. Hún var eiginlega ekkert nema augun. „Halló,“ sagði Hugh. Þetta er bara stelpuangi. Hugh var níu ára. „Þú ert víst strákur," sagði hún. „Auðvitað er ég strákur," sagði Hugh, og hann ætlaði að bæta við: „ — á sama hátt og þú ert stelpa,“ en það var ekki hægt að rökræða við svona lítinn anga. Og þá mundi hann allt í einu, að hann vissi ekki, hvar hann var. „Heyrðu,“ sagði hann, „ég veit ekki hvernig ég komst hingað. Hvaða staður er þetta eiginlega?" Hún horfði á blautan fingurinn, sem hún hafði verið að totta. Hugh minntist þess, að hann hafði glampað í sólskininu. Og það hafði líka glampað á hárið. Hugh sagði, að hárið hefði jafnvel glampað líka í skugganum, en hann lagði víst enga sérstaka merkingu í það þá. „Heyröu, hvar er ég eiginlega?" spurði hann aftur. Það hefir hlot- ið að vera vandræðahreimur í röddinni, án þess að hann gæti gert að því. „Þú ert hérna,“ sagði hún. „Hvað heitirðu?“ „Hugh,“ sagði hann. „En segðu mér, hvar er þetta hérna? Ég hefi aldrei séð þetta hús fyrr. Faðir minn á stærsta húsið hér í ná- grenninu. Það heitir Langton Wea- ver. Faðir minn er lávarður og þegar hann deyr, þá verð ég líka lávarður." „Ú-u,“ sagði hún og glápti. Hugh sagðí, að hann hefði víst orðið hálf sneyptur. Hver annar krakki hefði svarað með því að guma af ágæti síns eigin heimilis, en hún bara hlustaði á allt og starði, og Hugh sagði, að hann hefði strax fundið til gortsins í sér. „Húsið okkar er nú víst ekki eins fallegt og hreint og þetta hús,“ sagði hann. „Ég vildi fullt eins vel eiga hér heima.“ Og hann vissi á svipstundu, að hann var að segja satt, það var það merkilega; að hann kysi frem- ur að eiga heima á þessum stað en í húsi föður síns. Og með þess- um stelpuanga. Frá þeirri stundu hafði hann gleyirit undrun sinni yfir því að vera staddur í garðin- um. „Hvað heitirðu,“ spurði hann. „Hef ekkert nafn,“ sagði stúlk- an. „Ekkert nafn.“ „En þú hlýtur þó að hafa eitt- hvert nafn,“ sagði hann undrandi. „Allir hafa nafn, jafnvel hundar og kettir. Við eigum sjö hunda og þeir heita eftir dögunum í vik- unni, allir nema einn, því það er náttúrlega ekki hægt að kalla hund sunnudag, eins og pabbi segir.“ „Ekkert nafn,“ sagði hún. „Ég er bara ég.“ „Já, en sjáðu til, hvað segir fólk- ið, þegar það kallar á þig?“ Hann hélt, að nú væri hann búinn að koma henni í klípu, sagði Hugh. Hún skríkti. „Ég bara kem,“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.