Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 55

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 55
DVÖL 213 En það vax þessi þokukenndi heimur utan við og saman við augnablikið hans Jóns, sem við vorum að minnast á áðan. Þessar furðulegu og sögulegu, efnislausu skuggaverur, sem stundum voru á sveimi þarna í skemmunni og komu jafnvel alveg inn í hornið til Jóns. Það varð ekki beint árekstur, því að þær fóru alveg hiklaust í gegnum hann, en viðfelldið var það ekki. Jón fann þá stundum til hálfgerðra andþrengsla eða löm- unar og það gat jafnvel verið erf- itt að slá hælunum í reiðingahlað- ann. Auðvitað var þetta bara heimilisfólkið í Holti, sem gekk út og inn um skemmuna, og sem stundum var svo ónærgætið að setja kassa eða kerald inn í sjálft hornið hans Jóns. En hvernig átti fólkið að skilja það — Jón skildi það ekki sjálfur. Og tíminn leið í heimi mann- anna, og Jón Jónsson sat og barði hælunum í reiðingahlaðann og hlustaði á lækjarnið fyrir hundrað og fimmtíu árum. — Og ekki kom Kata. — Því að í hundrað og fimm- tíu ár hafði Jón verið að bíða eftir Kötu. Hann barði hælunum ofur- lítið óþolinmóðlega í reiðinga- hlaðann, en ekki svo að skilja að hann væri neitt undrandi yfir því, hve lengi henni dveldist, því að þetta var aðeins augnablik. í raun og sannleika hafði samt hún Kata komiö heldur seint, og þegar hún loksins kom, var skynj- un Jóns komin á aðra bylgjulengd, svo að fundirnir höfðu orðið nokk- uð einhliða. En Jón hafði aldrei áttað sig á því. Hann hafði aldrei orðið var þessa forna móts, hvað þá heldur þeirra venjulegu formsat- riða, sem fylgja dauðs manns brottför. — Hann beið eftir Kötu. Svo var smiðjan rifin einn bjartan og fallegan vordag, og þar stóð ekki lengur steinn yfir steini. Og ekki nóg með það, það var farið að grafa fyrir kjallara, þar sem hún hafði staðið. Ja, þvílík ekki- sens læti! Jón botnaði ekkert í því öllu saman. í hinum stóru dráttum var hans sjónhringur ó- breyttur eftir sem áður. Hann sat á sínum reiðingshlaða og skáblíndi á sótuga rafta og feit sauðarkrof á rá, og hann barði fótunum í sí- fellu. En það voru þessi ólukkans andþrengsli, þessir síkviku flökt- andi skuggar, sem voru þó víst ekki neitt, og sem hann fremur skynjaði en sá. — Svei því — Svo var húsið byggt. Það var prýðilegt steinhús með miðstöð og pípulögnum, og gólfið var úr járn- bentri steinsteypu. Og fólkið í Holti dáðist að sínu nýja húsi og sínu nýja umhverfi. Það var nú aldeilis munur eða gamli bærinn! En hjá Jóni Jónssyni var munur- inn minni. Hann sat í sinni smiðju, sem þó var ekki lengur til. Hann barði hælunum í reið- ingahlaðann, sem fyrir löngu var orðinn að dufti og dreifður út í veður og vind, og hann skotraði gráhvítum augunum upp mót feit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.