Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 30
188 D VÖL fslendingar lákamsvoxtui*, skapferli og’ þjóðareðli Eftir P. A. Sclileisner Axel Guðmundsaon þýddi Kaflinn er lauslega þýddur úr bókinni, „Island, undersögt fra et lægevidenskabe- ligt Synspunkt" eftir danska lækninn P. A. Schleisner. Höfundurinn var sendur með konunglegri tilskipun til íslands árið 1847, til þess að gera athuganir um heilsu- far þjóðarinnar, og þó einkum til þess að rannsaka og grafast fyrir um orsakir gin- klofa, sem olli miklum barnadauða í Vest- mannaeyjum um þær mundir. — Þýð. íslendingar eru yfirleitt hraust- lega byggðir og vel vaxnir. Krypp- lingar eða vanskapaðir menn eru mjög sjaldgæfir. Margir telja, að þeir séu hærri vexti en Danir, en um það get ég ekki fullyrt að svo stöddu. Hitt virðast aftur á móti rannsóknir mínar hafa leitt í ljós, að blóðhiti íslendinga sé meiri en með öðrum þjóðum, eða að meðal- tali 37,27. Sú skoðun er ríkjandi meðal íslendinga, að ýms lyf, eink- um uppsölu- og hægðalyf, verki minna á þá en útlendinga. Þetta virðist ekki fjarri sanni og gæti ef til vill átt rót sína að rekja til þess, að maturinn er næstum einvörð- ungu borðaður kaldur. Ég hefi enn- fremur veitt því athygli, að meira sést af hvítunni í augum íslendinga en annarra manna. Veldur það því, að svo virðist sem þeir séu stöðugt að hlusta með vakandi athygli. Það er alkunnugt, að fornkonurn- ar dáðu meira vasklega karlmenn og mikla að vallarsýn en þótt fríðir væru. Mun sá smekkur enn ríkj- andi; enda er fríðleiki í andlits- falli sjaldgæfur á íslandi, einkum meðal karlmanna. Verður það og enn meira áberandi sökum þess, að enginn hirðir hið minnsta um útlit sitt. Aftur á móti kunna allir ís- lendingar að meta gjörvilegan vöxt og sterklegan. Gamla, íslenzka glíman er enn iðkuð, og er það því nær einasta skemmtunin, sem höfð er um hönd. Hvar sem ungir menn mætast, skiptir það engum togum, að þeir takast á fangbrögðum. En aldrei hefi ég séð það leiða til ill- inda, nema menn væru við öl. íslendingar eru að eðlisfari þung- lyndir. Rólyndi og alvara eru höfuð- einkenni í skapferli þeirra. En þeir eru þrautseigir í hverri raun. Þeir sækjast ekki eftir hættunum, en sé því að skipta, leggjast þeir á ár- ina hægt og sígandi, unz markinu er náð. Þeir eru gætnir og var- færnir, einkum ef ókunnugir eiga í hlut. Varúðin virðist þeim í blóð borin. En í hættum og erfiðleikum sýna þeir oft hina mestu karl- mennsku og snarræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.