Dvöl - 01.07.1940, Side 38

Dvöl - 01.07.1940, Side 38
196 D VÖL sagði hún. „Það þarf ekki að kalla á mig. Ú-u. Bara kem, þegar ein- hver vill mér eitthvað. Vildir þú mér eitthvað? Jú, þú vildir mér eitthvað, var það ekki?“ Hann glápti á hana, hann varð svo undrandi. — Já, svei mér þá, víst hafði hann það. Minnsta kosti hafði hann verið að óska, að eitt- hvað kæmi fyrir. En hvernig hafði þessi stelpuangi vitað það? „Sjáðu nú til — og ekkert slúð- ur,“ sagði hann aðvarandi. „Ekkert slúður,“ sagði hún og tottaði fingurinn. „Hvað er slúð- ur?“ „En hvað heitir þessi staður?“ spurði hann næstum því örvænt- ingarfullur. „Er hann nafnlaus líka?“ „Ú-u. Ne-i! Playmate Place.“ „Það er ekki satt,“ hrópaði Hugh. „Ekki Playmate Place\ Þú ert að slúðra núna.“ Hugh sagði, að hún hefði tekið fingurinn út úr munninum, stappað niður fótunum og æpt í einni lotu: „Það er Playmate Place og Playmate Place og Playmate Place. Og svona þá!“ „Nú, — jæja,“ sagði Hugh, án þess að láta í ljós frekari skoðun á húsi, sem héti Playmate Place. Hugh segir, að níu ára strákur mundi fyrr láta drepa sig, en að búa í húsi, sem héti Playmate Place.*) Það hljómar svo aulalega. *) Playmate = leikfélagi. Place = staður. En svo var hún þá líka krakka- angi og skildi ekki þessháttar. „Nú ætla ég að hlaupa,“ sagði stelpan og stóð á einum fæti um leið. Þá var Hugh nóg boðið. — Svo hún ætlaði að hlaupa! Já, sú gæti nú hlaupið! „Ég skyldi verða fljótari með bundið fyrir augun,“ sagði hann. „Ú-u, reyndu bara,“ skríkti hún og var flogin af stað. Hún bein- línis flaug, sagði Hugh. Hún var ekkert nema brúnir fótleggir og gullið hár. Það þýddi ekki að reyna. Hún staðnæmdist hjá tré, sem var langar leiðir í burtu. Hugh másandi á eftir. Það hlýtur að hafa verið töluvert löng leið, því að húsið og rósirnar voru horfin úr augsýn. Hugh kannaðist ekkert við staðinn. Hann skynjaði nær- veru blóma, sagði hann, tár- hreinna og takmarkalausra blóma. Og svo tréð, þar sem Lamoir stóð og beið hans. Hann vissi náttúr- lega ekki þá, hver hún var. Honum virtist tréð vera ákaflega stórt. Hugh sagði, að þegar hann snerti það, þá var eins og sambland af öllum sætum ilmum bærist að vitum hans. En hann var ekki kominn alla leið að trénu, þegar hún snéri sér við, og áður en þú gazt talið upp í tvo hafði hún klifrað upp í tréð. „Heyrðu mig!“ hrópaði Hugh. „Getur ekki náð mér!“ skríkti

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.