Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 38
196 D VÖL sagði hún. „Það þarf ekki að kalla á mig. Ú-u. Bara kem, þegar ein- hver vill mér eitthvað. Vildir þú mér eitthvað? Jú, þú vildir mér eitthvað, var það ekki?“ Hann glápti á hana, hann varð svo undrandi. — Já, svei mér þá, víst hafði hann það. Minnsta kosti hafði hann verið að óska, að eitt- hvað kæmi fyrir. En hvernig hafði þessi stelpuangi vitað það? „Sjáðu nú til — og ekkert slúð- ur,“ sagði hann aðvarandi. „Ekkert slúður,“ sagði hún og tottaði fingurinn. „Hvað er slúð- ur?“ „En hvað heitir þessi staður?“ spurði hann næstum því örvænt- ingarfullur. „Er hann nafnlaus líka?“ „Ú-u. Ne-i! Playmate Place.“ „Það er ekki satt,“ hrópaði Hugh. „Ekki Playmate Place\ Þú ert að slúðra núna.“ Hugh sagði, að hún hefði tekið fingurinn út úr munninum, stappað niður fótunum og æpt í einni lotu: „Það er Playmate Place og Playmate Place og Playmate Place. Og svona þá!“ „Nú, — jæja,“ sagði Hugh, án þess að láta í ljós frekari skoðun á húsi, sem héti Playmate Place. Hugh segir, að níu ára strákur mundi fyrr láta drepa sig, en að búa í húsi, sem héti Playmate Place.*) Það hljómar svo aulalega. *) Playmate = leikfélagi. Place = staður. En svo var hún þá líka krakka- angi og skildi ekki þessháttar. „Nú ætla ég að hlaupa,“ sagði stelpan og stóð á einum fæti um leið. Þá var Hugh nóg boðið. — Svo hún ætlaði að hlaupa! Já, sú gæti nú hlaupið! „Ég skyldi verða fljótari með bundið fyrir augun,“ sagði hann. „Ú-u, reyndu bara,“ skríkti hún og var flogin af stað. Hún bein- línis flaug, sagði Hugh. Hún var ekkert nema brúnir fótleggir og gullið hár. Það þýddi ekki að reyna. Hún staðnæmdist hjá tré, sem var langar leiðir í burtu. Hugh másandi á eftir. Það hlýtur að hafa verið töluvert löng leið, því að húsið og rósirnar voru horfin úr augsýn. Hugh kannaðist ekkert við staðinn. Hann skynjaði nær- veru blóma, sagði hann, tár- hreinna og takmarkalausra blóma. Og svo tréð, þar sem Lamoir stóð og beið hans. Hann vissi náttúr- lega ekki þá, hver hún var. Honum virtist tréð vera ákaflega stórt. Hugh sagði, að þegar hann snerti það, þá var eins og sambland af öllum sætum ilmum bærist að vitum hans. En hann var ekki kominn alla leið að trénu, þegar hún snéri sér við, og áður en þú gazt talið upp í tvo hafði hún klifrað upp í tréð. „Heyrðu mig!“ hrópaði Hugh. „Getur ekki náð mér!“ skríkti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.