Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 28
186 D VÖL Tveim dögum síðar stóð Janko litli frammi fyrir yfirvaldinu. Skyldi hann verða ákærður sem þjófur? Ef til vill. Dómarinn horfði á sökudólginn, þar sem hann stóð í sakamannastúkunni með fingurna upp í sér, og starði óttaslegnum augum í kring um sig. Hann stóð þarna lítill, magur, óhreinn og niðurlútur, án þess að gera sér grein fyrir, hvers vegna hann var þar eða hvað við hann yrði gert. Hver gat dæmt þenna vesaling til saka, aðeins tíu ára gamlan, sem varla gat staðið á fótunum, hugs- aði dómarinn. Átti að senda hann í fangelsi eða hvað? Ekki dugði að vera of harður við börn. Ætli það væri ekki nóg að láta næturvörðinn gefa honum dálitla áminningu með spanskreyrstafnum sínum og láta svo þar við sitja? „Alveg rétt! Þetta er ágæt uppá- stunga!“ Það var kallað á nætur- vörðinn. „Taktu strákinn og láttu hann fá nokkur högg til viðvörunar." Annaðhvort skildi drengurinn ekki, hvað fram fór, eða hann var of óttasleginn til þess að koma upp nokkru orði. Að minnsta kosti sagði hann ekkert og skimaði að- eins umhverfis sig eins og hrædd- ur fugl. Næturvörðurinn kinnkaði sínum heimska kolli, tók Janko undir hendina eins og hvolp og bar hann út í hlöðu. En þegar hann lagði hann á hlcðugólfið, hélt honum með ann- arri hendinni og fletti ofan um hann, æpti vesalings Janko á móður sína, og við hvert högg hrópaði hann: „Mamma — — mamma!“ En smátt og smátt urðu hljóðin veikari og veikari, þar til að lokum, að þau þögnuðu. Janko kallaði ekki lengur á mömmu sína. Vesalings brotna fiðlan! Ó, þú ruddalegi, vondi nætur- vörður. Hvernig gazt þú barið varnarlaust barn svona miskunn- arlaust? Þennan litla vesaling, sem alltaf var svo magur og veikburða, og tæplega dró fram lífið. Að lokum kom móðir hans og sótti hann. Hún varð að bera hann. Næsta dag fór Janko ekki á fæt- ur. Á þriðja degi kva'ddi hann þenna heim, þar sem hann lá í fletinu með gamla ábreiðu ofan á sér. Meðan hann lá þarna deyjandi, tístu svölurnar í kirsuberjatrján- um úti fyrir glugganum. Ofurlít- ill sólargeisli gægðist inn í her- bergið og skein á úfið hár og fölt andlit drengsins. Hann var eins og braut til himnaríkis fyrir sálina hans Jan- ko, þessi litli sólargeisli. Það var gott, að síðustu stundir lífsins stráðu sól og birtu á göt- una, sem jafnan hafði veiúð þyrn- um stráð. Magurt brjóstið bifaðist ennþá lítið eitt, þegar hann andaði, og ennþá virtist hann skynja raddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.