Dvöl - 01.07.1940, Page 28

Dvöl - 01.07.1940, Page 28
186 D VÖL Tveim dögum síðar stóð Janko litli frammi fyrir yfirvaldinu. Skyldi hann verða ákærður sem þjófur? Ef til vill. Dómarinn horfði á sökudólginn, þar sem hann stóð í sakamannastúkunni með fingurna upp í sér, og starði óttaslegnum augum í kring um sig. Hann stóð þarna lítill, magur, óhreinn og niðurlútur, án þess að gera sér grein fyrir, hvers vegna hann var þar eða hvað við hann yrði gert. Hver gat dæmt þenna vesaling til saka, aðeins tíu ára gamlan, sem varla gat staðið á fótunum, hugs- aði dómarinn. Átti að senda hann í fangelsi eða hvað? Ekki dugði að vera of harður við börn. Ætli það væri ekki nóg að láta næturvörðinn gefa honum dálitla áminningu með spanskreyrstafnum sínum og láta svo þar við sitja? „Alveg rétt! Þetta er ágæt uppá- stunga!“ Það var kallað á nætur- vörðinn. „Taktu strákinn og láttu hann fá nokkur högg til viðvörunar." Annaðhvort skildi drengurinn ekki, hvað fram fór, eða hann var of óttasleginn til þess að koma upp nokkru orði. Að minnsta kosti sagði hann ekkert og skimaði að- eins umhverfis sig eins og hrædd- ur fugl. Næturvörðurinn kinnkaði sínum heimska kolli, tók Janko undir hendina eins og hvolp og bar hann út í hlöðu. En þegar hann lagði hann á hlcðugólfið, hélt honum með ann- arri hendinni og fletti ofan um hann, æpti vesalings Janko á móður sína, og við hvert högg hrópaði hann: „Mamma — — mamma!“ En smátt og smátt urðu hljóðin veikari og veikari, þar til að lokum, að þau þögnuðu. Janko kallaði ekki lengur á mömmu sína. Vesalings brotna fiðlan! Ó, þú ruddalegi, vondi nætur- vörður. Hvernig gazt þú barið varnarlaust barn svona miskunn- arlaust? Þennan litla vesaling, sem alltaf var svo magur og veikburða, og tæplega dró fram lífið. Að lokum kom móðir hans og sótti hann. Hún varð að bera hann. Næsta dag fór Janko ekki á fæt- ur. Á þriðja degi kva'ddi hann þenna heim, þar sem hann lá í fletinu með gamla ábreiðu ofan á sér. Meðan hann lá þarna deyjandi, tístu svölurnar í kirsuberjatrján- um úti fyrir glugganum. Ofurlít- ill sólargeisli gægðist inn í her- bergið og skein á úfið hár og fölt andlit drengsins. Hann var eins og braut til himnaríkis fyrir sálina hans Jan- ko, þessi litli sólargeisli. Það var gott, að síðustu stundir lífsins stráðu sól og birtu á göt- una, sem jafnan hafði veiúð þyrn- um stráð. Magurt brjóstið bifaðist ennþá lítið eitt, þegar hann andaði, og ennþá virtist hann skynja raddir

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.