Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 7
DVÖL 165 vörum hennar. Á legubekk hvíldi kona í hvítum kjól; og hana lang- aði til þess aS snúa viS og fara burt, því aS allt í einu fannst henni þau hljóta aS vita, aS hún var nærfatalaus undir nýja klæSnaSinum sínum. MaSurinn bauS henni sæti, og því settist hún. Þau lögSu fyrir hana spurn- ingar, og þá sagSi hún þeim, aS blómabirgSir hennar hefSu eySi- lagzt, aS hún skuldaSi húsaleigu fyrir vikuna og aS maSurinn hennar hefSi hlaupiS burt frá henni og barninu! En jafnvel meSan hún lét dæluna ganga, fann hún, aS þaS var ekki þetta, sem hún hafSi ætlaS aS segja í þessu húsi. Henni fannst þau spyrja sömu spurninganna aftur og aftur, eins og þau gætu ekki skiliS, hvaS hún átti viS. Og allt í einu sagSi hún þeim frá því, aS maSurinn hennar hefSi hlaupiS burt meS annarri konu. Þegar hún sagði þetta, gaf frúin frá sér ein- hver viðkvæmnishljóð, eins og merki um skilning og samhygð. Hún veitti því athygli, hve frúin hafði lítil og falleg eyru. Maðurinn var hræddur um, að hann vissi ekki, hvað hægt væri að liðsinna henni. Vildi hún skilja við mann- inn sinn? Hún svaraði af skynd- ingu: „Auðvitað gæti ég ekki búið undir sama þaki og hann eftir þetta.“ Og frúin tautaði: „Nei, nei; auðvitað ekki.“ Og hvað — spurði maðurinn — ætlaðist hún þá fyrir? Hún þagði og starði á gólfábreið- una. Henni fannst allt í einu, að þau væri að hugsa: „Hún er kom- in til þess að sníkja peninga." Mað- urinn tók upp tíu-króna-seðil og sagði: „Getur þetta orðið yður að nokkru liði?“ Hún tók dálítið viðbragð, greip seðilinn og kreisti hann í lófa sér. Henni fannst þau óska þess, að hún færi. Hún reis því á fætur og gekk til dyranna. Maðurinn fylgdi henni, og þegar hann opnaði útidyrnar, brosti hann. Hún brosti ekki á móti, því að hún sá, að hann hafði aðeins ætlað að vera vingjarnlegur — í gær. Og þetta særði hana, líkt og hluti af hefnd hennar hefði skyndilega gengið henni úr greip- um. Hún hélt heim til sín og kreisti tíu-króna-seðilinn enn í lófa sín- um. Hún var svo máttfarin og þreklaus, að hún gat naumast gef- ið barninu brjóstið. Síðan kveikti hún upp eldinn og settist niður við hann. Klukkan var farin að ganga sjö og þegar orðið alldimmt. Tvisvar áður hafði hann komið heim á þriðja degi, hér um bil um þetta leyti dags. Ef hann kæmi nú heim núna! Hún hnipraði sig saman nær eldinum. Myrkrið skall á. Hún leit á litla drenginn; hann steinsvaf og hélt litlu hnefunum sínum krepptum fast upp við vanga sér. Hún bætti á eldinn og fór síðan út til þess að ganga enn eftir sömu götunni og áður, þar sem strætis- vagninn hafði ekið framhjá henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.