Dvöl - 01.07.1940, Side 7

Dvöl - 01.07.1940, Side 7
DVÖL 165 vörum hennar. Á legubekk hvíldi kona í hvítum kjól; og hana lang- aði til þess aS snúa viS og fara burt, því aS allt í einu fannst henni þau hljóta aS vita, aS hún var nærfatalaus undir nýja klæSnaSinum sínum. MaSurinn bauS henni sæti, og því settist hún. Þau lögSu fyrir hana spurn- ingar, og þá sagSi hún þeim, aS blómabirgSir hennar hefSu eySi- lagzt, aS hún skuldaSi húsaleigu fyrir vikuna og aS maSurinn hennar hefSi hlaupiS burt frá henni og barninu! En jafnvel meSan hún lét dæluna ganga, fann hún, aS þaS var ekki þetta, sem hún hafSi ætlaS aS segja í þessu húsi. Henni fannst þau spyrja sömu spurninganna aftur og aftur, eins og þau gætu ekki skiliS, hvaS hún átti viS. Og allt í einu sagSi hún þeim frá því, aS maSurinn hennar hefSi hlaupiS burt meS annarri konu. Þegar hún sagði þetta, gaf frúin frá sér ein- hver viðkvæmnishljóð, eins og merki um skilning og samhygð. Hún veitti því athygli, hve frúin hafði lítil og falleg eyru. Maðurinn var hræddur um, að hann vissi ekki, hvað hægt væri að liðsinna henni. Vildi hún skilja við mann- inn sinn? Hún svaraði af skynd- ingu: „Auðvitað gæti ég ekki búið undir sama þaki og hann eftir þetta.“ Og frúin tautaði: „Nei, nei; auðvitað ekki.“ Og hvað — spurði maðurinn — ætlaðist hún þá fyrir? Hún þagði og starði á gólfábreið- una. Henni fannst allt í einu, að þau væri að hugsa: „Hún er kom- in til þess að sníkja peninga." Mað- urinn tók upp tíu-króna-seðil og sagði: „Getur þetta orðið yður að nokkru liði?“ Hún tók dálítið viðbragð, greip seðilinn og kreisti hann í lófa sér. Henni fannst þau óska þess, að hún færi. Hún reis því á fætur og gekk til dyranna. Maðurinn fylgdi henni, og þegar hann opnaði útidyrnar, brosti hann. Hún brosti ekki á móti, því að hún sá, að hann hafði aðeins ætlað að vera vingjarnlegur — í gær. Og þetta særði hana, líkt og hluti af hefnd hennar hefði skyndilega gengið henni úr greip- um. Hún hélt heim til sín og kreisti tíu-króna-seðilinn enn í lófa sín- um. Hún var svo máttfarin og þreklaus, að hún gat naumast gef- ið barninu brjóstið. Síðan kveikti hún upp eldinn og settist niður við hann. Klukkan var farin að ganga sjö og þegar orðið alldimmt. Tvisvar áður hafði hann komið heim á þriðja degi, hér um bil um þetta leyti dags. Ef hann kæmi nú heim núna! Hún hnipraði sig saman nær eldinum. Myrkrið skall á. Hún leit á litla drenginn; hann steinsvaf og hélt litlu hnefunum sínum krepptum fast upp við vanga sér. Hún bætti á eldinn og fór síðan út til þess að ganga enn eftir sömu götunni og áður, þar sem strætis- vagninn hafði ekið framhjá henni.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.