Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 27
DVÖL 185 ir höfði hans. Rétt sem snöggvast varð tunglskinið daufara, en svo varð það enn bjartara en fyrr. Töfrar! Víst voru þetta töfrar. Það skrjáfaði í laufinu, vafnings- viðurinn bærðist hljóðlega og drengnum fannst eins og sagt væri: „Haltu áfram, Janko. Það er engin sál þarna. Haltu áfram!“ Nóttin var björt og heiðrík. Næturgalinn söng við tjörnina í garðinum, lágt og þýtt. Og einnig hann sagði: „Haltu áfram! Vertu hugrakkur! Taktu hana!“ Gamall og lífsreyndur hrafn flaug hægt yfir höfði drengsins og krunkaði: „Ekki, Janko. Ekki!“ Hrafninn flaug brott, en næturgalinn hélt áfram að syngja og vafningsvið- urinn hvíslaði greinilegar en áð- ur: „Það er enginn þarna!“ — Tunglskinið dvaldi enn, þar sem fiðlan hékk. Lítil, samanhnipruð vera skreið í áttina til fiðlunnar og nálgaðist hana hægt og gætilega. Og nætur- galinn söng: „Haltu áfram — á- fram — áfram — taktu hana!“ Það grillti í hvíta stakkinn rétt við dyrnar. Nú var hann ekki leng- ur falinn í vafningsviðinum. Á dyraþrepinu hefði mátt heyra stuttan, þungan andardrátt þessa varfærna, veiklaða barns. Eftir andartak hvarf litli, hvíti stakk- urinn, en aðeins einn lítill, ber barnsfótur stóð á dyraþrepinu. Gamli hrafninn flaug árangurs- laust framhjá og krunkaði í sí- fellu: „Ekki, Janko, Ekki!“ — Janko var kominn inn. Froskarnir í tjörninni fóru allt í einu að kvaka eins og eitthvað hefði styggt þá. Svo varð allt hljótt. Næturgalinn hætti að syngja og vafningsviðurinn að hvísla. Meðan þessu fór fram, nálgað- ist Janko dýrgripinn. En hann var hræddur. í skugga vafningsviðar- ins átti hann heima eins og villi- dýrin eiga heima í skógarþykkn- inu. Hann titraði eins og dýr í boga. Hreyfingar hans voru snögg- ar og andardrátturinn slitróttur. Elding þaut gegnum loftið frá austri til vesturs. Hún lýsti upp herbergið eitt andartak og við bjarmann sást vesalings Janko, skjálfandi og í kút á fjórum fót- um framan við fiðluna. Svo hvarf eldingin. Það dró ský fyrir tungl- ið og ekkert heyrðist né sást. Og þá var þögnin rofin af þung- lyndislegum tón, sem barst gegn- um myrkrið, eins og einhver hefði óvart snert fiðlustreng. Úr einu horni herbergisins heyrðist gróf, syfjuleg rödd og það var spurt gremjulega: „Hver er þar?“ Það snarkaði í eldspýtu við vegginn og birtu sló um herberg- ið og þá — — — -----Hamingj an góða---------þá heyrðist blótsyrði — hræðsluóp barns, — hundsgelt, fótatak hlaupandi manna. Ljós úti fyrir glugganum. Allt húsið var í upp- námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.