Dvöl - 01.07.1940, Page 27

Dvöl - 01.07.1940, Page 27
DVÖL 185 ir höfði hans. Rétt sem snöggvast varð tunglskinið daufara, en svo varð það enn bjartara en fyrr. Töfrar! Víst voru þetta töfrar. Það skrjáfaði í laufinu, vafnings- viðurinn bærðist hljóðlega og drengnum fannst eins og sagt væri: „Haltu áfram, Janko. Það er engin sál þarna. Haltu áfram!“ Nóttin var björt og heiðrík. Næturgalinn söng við tjörnina í garðinum, lágt og þýtt. Og einnig hann sagði: „Haltu áfram! Vertu hugrakkur! Taktu hana!“ Gamall og lífsreyndur hrafn flaug hægt yfir höfði drengsins og krunkaði: „Ekki, Janko. Ekki!“ Hrafninn flaug brott, en næturgalinn hélt áfram að syngja og vafningsvið- urinn hvíslaði greinilegar en áð- ur: „Það er enginn þarna!“ — Tunglskinið dvaldi enn, þar sem fiðlan hékk. Lítil, samanhnipruð vera skreið í áttina til fiðlunnar og nálgaðist hana hægt og gætilega. Og nætur- galinn söng: „Haltu áfram — á- fram — áfram — taktu hana!“ Það grillti í hvíta stakkinn rétt við dyrnar. Nú var hann ekki leng- ur falinn í vafningsviðinum. Á dyraþrepinu hefði mátt heyra stuttan, þungan andardrátt þessa varfærna, veiklaða barns. Eftir andartak hvarf litli, hvíti stakk- urinn, en aðeins einn lítill, ber barnsfótur stóð á dyraþrepinu. Gamli hrafninn flaug árangurs- laust framhjá og krunkaði í sí- fellu: „Ekki, Janko, Ekki!“ — Janko var kominn inn. Froskarnir í tjörninni fóru allt í einu að kvaka eins og eitthvað hefði styggt þá. Svo varð allt hljótt. Næturgalinn hætti að syngja og vafningsviðurinn að hvísla. Meðan þessu fór fram, nálgað- ist Janko dýrgripinn. En hann var hræddur. í skugga vafningsviðar- ins átti hann heima eins og villi- dýrin eiga heima í skógarþykkn- inu. Hann titraði eins og dýr í boga. Hreyfingar hans voru snögg- ar og andardrátturinn slitróttur. Elding þaut gegnum loftið frá austri til vesturs. Hún lýsti upp herbergið eitt andartak og við bjarmann sást vesalings Janko, skjálfandi og í kút á fjórum fót- um framan við fiðluna. Svo hvarf eldingin. Það dró ský fyrir tungl- ið og ekkert heyrðist né sást. Og þá var þögnin rofin af þung- lyndislegum tón, sem barst gegn- um myrkrið, eins og einhver hefði óvart snert fiðlustreng. Úr einu horni herbergisins heyrðist gróf, syfjuleg rödd og það var spurt gremjulega: „Hver er þar?“ Það snarkaði í eldspýtu við vegginn og birtu sló um herberg- ið og þá — — — -----Hamingj an góða---------þá heyrðist blótsyrði — hræðsluóp barns, — hundsgelt, fótatak hlaupandi manna. Ljós úti fyrir glugganum. Allt húsið var í upp- námi.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.