Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 19
D VÖL 177 um að taka gæði lífsins með valdi, ef þau gáfust ekki, hafði einkennilega seiðandi áhrif á huga hans. Slíkt varð þó að gerast í hófi og án þess að vonum um embættis- frama væri teflt í tvísýnu á nokkurn hátt. Og hugur séra Jóns lék sér góða stund að ýmsum forboðnum ávöxtum, en lengst í fjarlægð hyllti undir prófastsembættið í blámóðu framtíðarinnar. Rétt 1 sama mund og séra Jóni var að hverfa meðvitundin um þenna heim, fóru að gerast einkennilegir hlutir í stofunni. Eða var hann kannske innan í höfðinu á Jóni, þessi lági, hvíslandi þytur, sem fór um herbergið? Stofuhurðinni var lokið upp hægt og hikandi. Lotinn karlmaður í bláum nankinsfötum kom í ljós í hálf- rökkrinu fram við dyrnar. Hann lagði aftur hurðina, hægt og gætilega, og hallaði sér síðan upp að henni. Þannig leið stundar- korn. Presturinn horfði stöðugt á komu- mann, en hann hreyfðist hvorki né gaf frá sér nokkurt hljóð. Séra Jón bjóst helzt við því, að þarna væri kominn einhver af vinnumönnum Hjalta, en þótti þó atferli mannsins hið kynlegasta. Prestur rauf þögnina. „Hver ert þú?“ sagði hann og reis upp við olnboga. Engin hreyfing. Ekkert svar. „Hvað vilt þú?“ Allt var kyrrt sem áður. Prestur hvessti augun á komumann og sagði skipandi: „Komdu.“ Maðurinn gekk hægum, reikulum skref- um fast að hvílustokki prestsins. „Hver ert þú?“ spurði prestur á ný. „Þekkir þú mig ekki?“ spurði komumað- ur lágum rómi. Presturinn virti manninn fyrir sér. „Nei. Ég þekki þig ekki. Þú ert kannske einn af vinnumönnum Hjalta?" „Nei. Ég er búinn að leysa vistarbandið. I nótt er ég lausamaöur." Komumaður hló ónotalegan hlátur. Honum virtist nú auk- ast kjarkur með hverri setningu, sem hann talaði. Þegar hér var komið, settist hann á stokkinn hjá presti Og sneri vanganum að honum. „Við urðum þá samnátta hjá Hjalta bónda í nótt,“ hélt komumaður áfram, „en þunnari þóttu mér veitingarnar, sem í minn hlut komu inni í stofunni áðan. Þetta góða rúm ætti að bæta það upp, enda þótt við tvímennum í því í nótt. Ég er viss um, að það fer vel um okkur hér. Ég þarf svo lítið rúm. Annars ætla ég ekki að leggja mig strax, heldur sitja hérna á stokknum og rabba við þig, sálusorgarann, dálitla stund áður en við förum að sofa.“ Séra Jóni fannst nákulda leggja af gest- inum og þokaði sér fast að veggnum til að fjarlægjast manninn. Gesturinn færði sig jafnharðan lengra upp í rúmið. „Það er nú svona, séra Jón minn góður, að mig hefir langað svo óstjórnlega mikið til að tala við þig síðan ég dó, og nú gafst mér tækifærið". Prestur kipptist við í rúminu um leið og gesturinn sagði þetta. „Þú lætur þér þó ekki verða hverft við að sjá hálfupprisinn framliðinn mann, prestur góður. Þú, sem ert sífellt að skýra sóknarbörnum þínum frá öðru lífi og nýj- ustu niðurstöðum sálarrannsóknanna. Vertu bara alveg rólegur. Ég geri ekki flugu mein nú frekar en á meðan ég var í tölu sóknarbarna þinna, en ég verð að láta eftir löngun minni um að tala við þig í kvöld. Það er ýmislegt smávegis, sem þú hefir sagt sóknarbörnum þínum af pré- dikunarstólnum, sem ég finn ástæðu til að' gera athugasemd við. Þú hefir til dæmis oft sagt, að allir væru jafnir í dauðanum. Þú sagðir það meira að segja rétt áðan, hérna inni í stofunni. Ertu búinn að gleyma því? Nei, svo minnislaus ertu ekki, sem betur fer. Trúir þú þessu sjálfur?" Séra Jón ræskti sig og opnaði munninn til að svara. „Nei, nei, prestur góður, þú þarft ekkert að segja, ég skynja hugsanir þínar, án þess að þú hneppir þær í form orða, Og nú er það ég, sem tala.“ „Líttu nú á. Þegar ég dó, jarðsettir þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.