Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 36
194 D VÖL af því að hann var að tala um sjálfan sig. „Það var ég heldur ékki, og þess vegna er það svo skrítið, eihs og þú getúr skilið ...“ Ég var að reyna að gera mér i hugarlund, hvernig Lamoir hefði verið, þegar hún var sjö ára gömul, og það var auðvelt, eins og það alltaf er um þá, sem okkur þykir vænt um. Þá hefir hárið, nú löngu grátt, verið gullbjart og liðað, og sjálfsagt hafa gráu augun verið blárri en grá og hafa sýnst ákaf- lega stór í hlutfalli við andlitið. Hún mundi ganga ákaflega ró- lega og alveg hljóðlaust, og fæt- urnir mundu vera eins og tveir brúnir teinungar og augun eins og tvær bláar tjarnir, djúpar tjarnir. Og allt þetta mundi birtast mér í skrúðgarði með rauðum og gulum blómum, skammt frá löngu og lágu, hvítu húsi. Þannig var það, að Hugh sá Lamoir fyrst, það var í fögrum garði og þar var hvítt hús með breiðar tröppur upp að opnum dyrum og háa, glampandi glugga. Skínandi hvítt hús, sagði Hugh, en líklega vegna þess, hve sólskinið hefir verið sterkt þennan síðdag. Hann heyrði ekkert nema sumar- niðinn, sá enga fugla, og þó hafa þeir hlotið að vera þar í kring, því að hann heyrði glöggt til þeirra. Og hann var alveg fullur af blóm- um, þessi garður; rauðum og gul- um blómum, og einhversstaðar hékk þykk torfa, af rósum á gráum garði; það hefði vel getað verið bláar rósir, sagði Hugh. — Og skyndilega stóð Lamoir í öllu þessu blómahafi, og hún starði á hann, þegar hann kom niður i garðinn. Og Hugh varð svo undr- andi, að hann vissi ekki, hvað hann átti að segja eða gera. Þú skilur, að hann hafði eigin- lega alls ekki ætlað inn í garðinn. Jafnvel augnabliki áður hafði hann ekkert vitað um þenna garð eða hvers garður það var, já, eða að það væri yfirleitt garður á þessum stað. Það er það óskiljan- lega við þetta allt, hvernig það kom til hans eins og hugboð; ga'rðurinn, Lamoir og bláar rósir, þenna sumarsíðdag. En þarna var það, og þarna var Lamoir og starði á Hugh. Ekki svo að skilja, að hún væri undrandi, sagði Hugh, þó að hún væri svona lítil. Hún tottaði bara fingurinn og labbaði til hans. Á hæðarbakkanum skammt frá Hungerford, þar sem útsýnið er bezt yfir engin og skóginn hjá rústunum við Littlecote, stóð Langton Weaver, heimili Hugh. Hann hafði verið að sparka á stígnum við hliðið, sem þó var stranglega bannað. Hugh leiddist, því að hann hafði aldrei átt nein systkini, og hann var að hugsa um það, hvað hann ætti að gera næst, og ef nú bara einhver vildi koma og leika sér með honum, og þá — allt í einu, var hann í garðinum og lítil stúlka kom labbandi á móti honum. Það var mjög skrítið, sagði Hugh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.